Hlutfallið milli þess að þiggja og gefa Þorsteinn Pálsson skrifar 24. desember 2007 06:00 Um sumt er þessi dagur táknrænn fyrir það sem sýnist vera þverstæða í fari manna. Hann markar lok árlegrar kauphátíðar og upphaf árlegrar kristnihátíðar. Ágóðavonin er á stundum sögð aflvaki kaupmennskunnar. Kærleikurinn er þar á móti kjarninn í boðskap kristinnar trúar. Þessi þverstæða fléttast þó á sinn hátt í guðspjalli dagsins. Gjafirnar hafa þar alltént hlutverk og tilgang. Satt best að segja væri það öfugsnúinn kærleikur að afneita viðskiptum manna í milli. Það sem máli skiptir eru þau gildi sem menn leggja til grundvallar í samskiptum sínum. Einu skiptir á hvaða sviði þau eru: Á heimilum, í verslunum, í skólum, á vinnustöðum eða þjóða í milli. Á síðari tímum bregða menn vísitölumælikvarða á flest fyrirbrigði í mannlegu lífi. Íslendingar eru í fremstu röð hvort sem kaupmátturinn er mældur eða sjálf hamingjan. Sókn í auð og og hamingju er hluti af mannlegu eðli. Peningar eru vel skiljanleg tilbúin mælieining. Hitt hefur vafist fyrir mönnum að skilja hvað felst í hamingjunni. Prófessor Guðmundur Finnbogason segir á einum stað að hamingja hvers manns sé fremur öllu öðru komin undir meðvitundinni um hlutfallið milli þess er hann þiggur og þess er hann gefur. Öll barátta um réttlæti í heiminum miði aukheldur að því að gera hlutfallið milli þess sem veitt er og hins sem þegið er í staðinn eins nærri hófi og unnt er. Þegar kauphátíðinni lýkur opnast ný hátíð í kirkjum og á heimilum. Sú hátíð snýst öðru fremur um mannhelgina. Það hugtak felur í sér samfélagslega ábyrgð. Það er að sönnu nokkurt tískutungutak. En í því felst sígild skírskotun til grundvallar gilda. Þar getur leynst vegvísir til bæði hamingjubóta og auðnubóta. Sú var tíð að fátækir íslenskir bændur áttu sér þann draum „að gera úr melnum gróandi teig" og „að guðsríki íslenskan haga." Í dag á fátækur vatnsberi í fjarlægu landi þann draum að fá hreint vatna og komast í skóla. Samfélagsleg ábyrgð getur verið fólgin í einstaklingsbundinni hvatningu til þess að rétta hlutfallið milli þeirra sem hafa séð drauma sína rætast og hinna sem bíða þess. Stundum er talað um kirkjuna eins og hún sé hornreka í nútíma samfélagi. Ímynd hennar er vitaskuld önnur í þjóðfélagi fjölbreytileikans en fábreytileika fyrri tíðar. Það leiðir af sjálfu sér. Þá voru fáar aðrar þjóðfélagsstofnanir til. Umræður síðustu vikna sýna hins vegar að sú sögulega og menningarlega arfleifð sem kirkjan er sprottin úr stendur djúpum rótum í þjóðarsálinni og er síkvikur hluti hennar. Eftir því sem mannfélagið verður auðugra og fjölbreyttara og hraðinn í öllum athöfnum manna vex reynir meira á þau gildi sem eru undirstaða kristnihátíðar við vetrarsólstöður. Að því leyti á kirkjan ríkara erindi við fólkið í landinu en áður. Þó að hún hafi ekki einkarétt á þeim mannlegu gildum sem um er að tefla dregur það ekki úr þýðingu erindisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Um sumt er þessi dagur táknrænn fyrir það sem sýnist vera þverstæða í fari manna. Hann markar lok árlegrar kauphátíðar og upphaf árlegrar kristnihátíðar. Ágóðavonin er á stundum sögð aflvaki kaupmennskunnar. Kærleikurinn er þar á móti kjarninn í boðskap kristinnar trúar. Þessi þverstæða fléttast þó á sinn hátt í guðspjalli dagsins. Gjafirnar hafa þar alltént hlutverk og tilgang. Satt best að segja væri það öfugsnúinn kærleikur að afneita viðskiptum manna í milli. Það sem máli skiptir eru þau gildi sem menn leggja til grundvallar í samskiptum sínum. Einu skiptir á hvaða sviði þau eru: Á heimilum, í verslunum, í skólum, á vinnustöðum eða þjóða í milli. Á síðari tímum bregða menn vísitölumælikvarða á flest fyrirbrigði í mannlegu lífi. Íslendingar eru í fremstu röð hvort sem kaupmátturinn er mældur eða sjálf hamingjan. Sókn í auð og og hamingju er hluti af mannlegu eðli. Peningar eru vel skiljanleg tilbúin mælieining. Hitt hefur vafist fyrir mönnum að skilja hvað felst í hamingjunni. Prófessor Guðmundur Finnbogason segir á einum stað að hamingja hvers manns sé fremur öllu öðru komin undir meðvitundinni um hlutfallið milli þess er hann þiggur og þess er hann gefur. Öll barátta um réttlæti í heiminum miði aukheldur að því að gera hlutfallið milli þess sem veitt er og hins sem þegið er í staðinn eins nærri hófi og unnt er. Þegar kauphátíðinni lýkur opnast ný hátíð í kirkjum og á heimilum. Sú hátíð snýst öðru fremur um mannhelgina. Það hugtak felur í sér samfélagslega ábyrgð. Það er að sönnu nokkurt tískutungutak. En í því felst sígild skírskotun til grundvallar gilda. Þar getur leynst vegvísir til bæði hamingjubóta og auðnubóta. Sú var tíð að fátækir íslenskir bændur áttu sér þann draum „að gera úr melnum gróandi teig" og „að guðsríki íslenskan haga." Í dag á fátækur vatnsberi í fjarlægu landi þann draum að fá hreint vatna og komast í skóla. Samfélagsleg ábyrgð getur verið fólgin í einstaklingsbundinni hvatningu til þess að rétta hlutfallið milli þeirra sem hafa séð drauma sína rætast og hinna sem bíða þess. Stundum er talað um kirkjuna eins og hún sé hornreka í nútíma samfélagi. Ímynd hennar er vitaskuld önnur í þjóðfélagi fjölbreytileikans en fábreytileika fyrri tíðar. Það leiðir af sjálfu sér. Þá voru fáar aðrar þjóðfélagsstofnanir til. Umræður síðustu vikna sýna hins vegar að sú sögulega og menningarlega arfleifð sem kirkjan er sprottin úr stendur djúpum rótum í þjóðarsálinni og er síkvikur hluti hennar. Eftir því sem mannfélagið verður auðugra og fjölbreyttara og hraðinn í öllum athöfnum manna vex reynir meira á þau gildi sem eru undirstaða kristnihátíðar við vetrarsólstöður. Að því leyti á kirkjan ríkara erindi við fólkið í landinu en áður. Þó að hún hafi ekki einkarétt á þeim mannlegu gildum sem um er að tefla dregur það ekki úr þýðingu erindisins.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun