Íslendingar frekar áhættusæknir 20. júní 2007 06:30 Íslensk fjármálafyrirtæki hafa sterka ímynd í hugum neytenda. Þetta kemur fram í rannsókn Fortuna sem mælir ímyndarvísitölu fjármálafyrirtækja tvisvar sinnum á ári. Í könnuninni er farið ofan í ýmsa þætti er varða ásýnd fjármálafyrirtækja. Hallgrímur Óskarsson hjá Fortuna segir að Íslendingar skiptist í tvo hópa þegar viðhorf til fjármálafyrirtækja eru skoðuð: Áhættusæknir og áhættufælnir, en fyrrnefndi hópurinn er ögn stærri en hinn. „Þeir sem eru áhættusæknir laðast að fjármálafyrirtækjum sem hafa öfluga ímynd hvað áhættusækni og þor varðar en það hvort einstaklingur skipar þann hóp eða hinn fer frekar lítið eftir efnahag. Þeir sem eru áhættufælnir velja sér svo fjármálastofnun sem hefur þá ímynd að eyða litlum tíma í að velta fyrir sér áhættusömum leiðum til að ávaxta fé." Sterk ímynd fjármálafyrirtækja er af ýmsum ástæðum. „Ein ástæðan er sú að þetta eru fyrirtæki sem fólk hugsar mikið til á sama tíma og fjárhag er velt fyrir sér. Fólk upplifir sig gjarnan þannig að það sé mjög nátengt sínu fjármálafyrirtæki þó að samskipin séu ekkert sérstaklega náin. Í öðru lagi má segja að það sé oft nokkurs konar „ástar og haturs" samband á milli almennings og fjármálafyrirtækja því fólk upplifir sem að það hafi oft ekki marga valkosti." Sparisjóðir fá góða útkomu. „Þeir hafa skýra og augljósa styrkleikaþætti sem höfða til flestra og má þar nefna dæmi um að þeir séu metnir áhugaverðir sem fyrsti valkostur, viðmót starfsfólk er álitið þægilegra en víða annars staðar og einnig kemur skýrt í ljós að þeir eru taldir sýna viðskiptavinum sínum mestu tillitssemina," segir hann. Á móti kemur að almenningur telur að Sparisjóðirnir séu ekki endilega fyrstir með nýjungar. „Þannig má greina mjög stórt tækifæri fyrir Sparisjóðina ef horft er á niðurstöðurnar í heild því það getur verið að þeir spili of mikið inn á „hlýlega" þætti á kostnað annarra þátta." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Íslensk fjármálafyrirtæki hafa sterka ímynd í hugum neytenda. Þetta kemur fram í rannsókn Fortuna sem mælir ímyndarvísitölu fjármálafyrirtækja tvisvar sinnum á ári. Í könnuninni er farið ofan í ýmsa þætti er varða ásýnd fjármálafyrirtækja. Hallgrímur Óskarsson hjá Fortuna segir að Íslendingar skiptist í tvo hópa þegar viðhorf til fjármálafyrirtækja eru skoðuð: Áhættusæknir og áhættufælnir, en fyrrnefndi hópurinn er ögn stærri en hinn. „Þeir sem eru áhættusæknir laðast að fjármálafyrirtækjum sem hafa öfluga ímynd hvað áhættusækni og þor varðar en það hvort einstaklingur skipar þann hóp eða hinn fer frekar lítið eftir efnahag. Þeir sem eru áhættufælnir velja sér svo fjármálastofnun sem hefur þá ímynd að eyða litlum tíma í að velta fyrir sér áhættusömum leiðum til að ávaxta fé." Sterk ímynd fjármálafyrirtækja er af ýmsum ástæðum. „Ein ástæðan er sú að þetta eru fyrirtæki sem fólk hugsar mikið til á sama tíma og fjárhag er velt fyrir sér. Fólk upplifir sig gjarnan þannig að það sé mjög nátengt sínu fjármálafyrirtæki þó að samskipin séu ekkert sérstaklega náin. Í öðru lagi má segja að það sé oft nokkurs konar „ástar og haturs" samband á milli almennings og fjármálafyrirtækja því fólk upplifir sem að það hafi oft ekki marga valkosti." Sparisjóðir fá góða útkomu. „Þeir hafa skýra og augljósa styrkleikaþætti sem höfða til flestra og má þar nefna dæmi um að þeir séu metnir áhugaverðir sem fyrsti valkostur, viðmót starfsfólk er álitið þægilegra en víða annars staðar og einnig kemur skýrt í ljós að þeir eru taldir sýna viðskiptavinum sínum mestu tillitssemina," segir hann. Á móti kemur að almenningur telur að Sparisjóðirnir séu ekki endilega fyrstir með nýjungar. „Þannig má greina mjög stórt tækifæri fyrir Sparisjóðina ef horft er á niðurstöðurnar í heild því það getur verið að þeir spili of mikið inn á „hlýlega" þætti á kostnað annarra þátta."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira