Rússneski björninn mætir til leiks með lið sem oft hefur verið sterkara, ungir strákar í bland við reynslubolta á borð við Kokcharov og Torgovanov. Rússar eru margfaldir heims- og Evrópumeistarar og unnu sinn síðasta stóra titil á Ólympíuleikunum í Sidney fyrir sjö árum. Rússar leika með Króötum, Marakkóum og Kóreumönnum í riðli og ættu með réttu að komast áfram en gætu vissulega lent í vandræðum. Á EM fyrir ári töpuðu Rússar fyrir okkur Íslendingum í fyrsta sinn síðan 1995.
Um landið
Stærð: 17 075 400 km²
Fjöldi íbúa: 143 425 000
Höfuðborg: Moskva
Tungumál: Rússneska
Gjaldmiðill: Rúbla
Handknattleikssamband
Meðlimir í IHF síðan: 1992
Heimasíða: www.rushandball.ru
Forseti: Vladimir Grigoriev
Þjálfari: Vladimir Maksimov
Mikilvægustu leikmenn: Eduard Kokcharov
Fyrri árangur á HM
1964 Tékkóslóvakía 5. sæti
1967 Svíþjóð 4. sæti
1970 Frakkland 9. sæti
1974 Austur-Þýskaland 5. sæti
1978 Danmörk 2. sæti
1982 Þýskaland 1. sæti
1986 Sviss 10. sæti
1990 Tékkóslóvakía 2. sæti
1993 Svíþjóð 1. sæti
1995 Ísland 5. sæti
1997 Japan 1. sæti
1999 Egyptaland 2. sæti
2001 Frakkland 6. sæti
2003 Portúgal 5. sæti
2005 Túnis 8. sæti
Árangur á öðrum stórmótum
1976 Montreal 1. sæti Ólympíuleikar
1980 Moskva 2. sæti Ólympíuleikar
1988 Seoul 1. sæti Ólympíuleikar
1992 Barcelona 1. sæti Ólympíuleikar
1994 Portúgal 2. sæti Evrópumót
1996 Spánn 1. sæti Evrópumót
2000 Sydney 1. sæti Ólympíuleikar
2000 Króatía 2. sæti Evrópumót
2004 Aþena 3. sæti Ólympíuleikar
