Innlent

Bætur vegna vinnuslyss

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fyrirtækið Stjörnuna, sem rekur Subway, til þess að greiða starfsmanni fyrirtækisins rúma eina og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna vinnuslyss.

Slysið varð með þeim hætti að brauðbakkar, sem konan hafði staflað ofan á skáp, féllu á höfuðið á henni. Meiddist hún á hálsi og var óvinnufær í nokkurn tíma. Var varanlegur miski og örorka hennar metin fimm prósent.

Konan krafðist bóta vegna slydsins en deilt var um hvort Stjarnan bæri ábyrgð. Fram kemur í dómnum að fyrirtækið hafi ekki tilkynnt um slysið fyrr en fimm mánuðum eftir það en þá hafi rannsókn ekki farið fram. Ef slysið hefði verið rannsakað án tafar hefði verið hægt að leiða í ljós hvers vegna bakkarnir duttu. Komst dómurinn að því að Stjarnan yrði að bera að bera hallann af þessari óvissu og því bæri fyrirtækið skaðabótaábrygð á slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×