Viðskipti innlent

Fundað um samkeppnishæfni

Viðskiptaráð og Glitnir fjalla um skýrslu IMD-viðskiptaháskólans um samkeppnishæfni og aðgerðir til að bæta stöðu Íslands.
Viðskiptaráð og Glitnir fjalla um skýrslu IMD-viðskiptaháskólans um samkeppnishæfni og aðgerðir til að bæta stöðu Íslands. MYND/Stefán

Viðskiptaráð Íslands og Glitnir efna í dag til fundar í húsakynnum Viðskiptaráðs þar sem niðurstöður könnunar IMD-viðskiptaháskólans í Lausanne í Sviss á samkeppnishæfni hagkerfa verða kynntar ítarlega.

Ísland hefur síðastliðin ár verið á meðal samkeppnishæfustu hagkerfa í heimi en fellur úr fjórða sæti í það sjöunda í nýjustu skýrslu IMD. Bandaríkin tróna á toppnum nú líkt og síðastliðin þrettán ár.

Fundurinn hefst klukkan 14 en þar fara þeir Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista og formaður Viðskiptaráðs, Frosti Ólafsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, og Ingólfur Bender, forstöðumaður greingardeildar Glitnis, yfir efni skýrslunnar og mögulegar aðgerðir til að bæta stöðu Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×