Viðskipti erlent

Spá minnkandi hagvexti í Evrópu

MYND/AFP

Óróleiki á fjármálamörkuðum og veiking bandaríska hagkerfisins mun hafa neikvæð áhrif á hagvöxt ríkja Evrópubandalagsins að mati sérfræðinga. Spáð er 2,4 prósent hagvexti á Evrópubandalagssvæðinu á næstu tveimur árum.

Í ár hefur meðal hagvöxtur hjá ríkjum Evrópubandalagsins verið um 2,7 prósent. Þá er því spáð að á evrusvæðinu muni hagvöxtur verða 2,2 prósent á næsta ári en talið er að hann verði 2,7 prósent á þessu ári.

Vandræði á bandarískum fasteignalánamarkaði hafa valdið titringi á fjármálamörkuðum út um allan heim. Evrópskir bankar og fjármalafyrirtæki hafa ekki farið varhluta af þessum óróleika þó ekki í eins miklum mæli og fyrirtæki í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×