Steve Nash vill kaupa hlut í Tottenham 21. febrúar 2007 08:15 Steve Nash er hér með Francesco Totti hjá Roma þegar Phoenix var á ferðalagi um Evrópu síðasta haust NordicPhotos/GettyImages Tvöfaldur verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar, Steve Nash, vill ólmur eignast hlut í uppáhalds fótboltaliðinu sínu Tottenham Hotspur. Nash hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um knattspyrnu og spilaði fótbolta í menntaskóla í Kanada. Steve Nash fæddist í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og bjó þar til tveggja ára aldurs. Faðir hans, John Nash, spilaði þá fótbolta með neðrideildarliði þar í borg. Þegar Nash var tveggja ára gamall flutti fjölskyldan til Victoria í Bresku Kólumbíu í Kanada, því faðir hans vildi ekki ala börn sín upp við þrúgandi aðstæður aðskilnaðarstefnunnar í Afríkulandinu. Bróðir Nash í landsliði Kanada Fyrsti boltinn sem Nash fékk þegar hann var krakki var þannig fótbolti en ekki körfubolti eins og ætla mætti og spilaði Nash fótbolta fram eftir aldri. Nash byrjaði snemma að halda með liði Tottenham í ensku knattspyrnunni, en faðir hans ólst upp í Norður-Lundúnum. Móðir Nash var í enska landsliðinu í netbolta og bróðir hans Martin Nash á að baki 30 landsleiki fyrir kanadíska landsliðið í knattspyrnu. Vill fjárfesta í Tottenham Fréttir voru á kreiki um það í byrjun febrúar að Tottenham fetaði í fótspor fleiri úrvalsdeildarfélaga og yrði selt í hendur fjárfesta. Þessi tíðindi hafa síðan verið skotin niður af forráðamönnum félagsins, en Steve Nash var full alvara þegar hann sagðist hafa mikinn áhuga á að ganga í lið með góðum mönnum með það fyrir augum að fjárfesta í liðinu sínu. Gott málefni Nash sker sig nokkuð frá öðrum NBA leikmönnum þegar kemur að markaðs- og kynningarmálum, en hann lætur hverja einustu krónu sem hann vinnur sér inn fyrir auglýsingar renna óskert til góðgerðamála. Nash gekk fyrir nokkru frá stórum samningi við úraframleiðandann Raymond Weil og fór fyrsta greiðslan upp á fjórar milljónir króna beint í Steve Nash sjóðinn. Þessi sjóður styrkir gott málefni á borð við menntun og heilsugæslu fyrir börn, en auk þessa hefur Nash líka gert samning við vatnsframleiðslufyrirtæki í Kanada sem aðstoðað hefur yfirvöld í nokkrum Mið-Ameríkuríkjum við að koma á fót framleiðslu á hreinu vatni í löndum eins og Guatemala og Nicaragua. NBA Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Tvöfaldur verðmætasti leikmaður NBA deildarinnar, Steve Nash, vill ólmur eignast hlut í uppáhalds fótboltaliðinu sínu Tottenham Hotspur. Nash hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um knattspyrnu og spilaði fótbolta í menntaskóla í Kanada. Steve Nash fæddist í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og bjó þar til tveggja ára aldurs. Faðir hans, John Nash, spilaði þá fótbolta með neðrideildarliði þar í borg. Þegar Nash var tveggja ára gamall flutti fjölskyldan til Victoria í Bresku Kólumbíu í Kanada, því faðir hans vildi ekki ala börn sín upp við þrúgandi aðstæður aðskilnaðarstefnunnar í Afríkulandinu. Bróðir Nash í landsliði Kanada Fyrsti boltinn sem Nash fékk þegar hann var krakki var þannig fótbolti en ekki körfubolti eins og ætla mætti og spilaði Nash fótbolta fram eftir aldri. Nash byrjaði snemma að halda með liði Tottenham í ensku knattspyrnunni, en faðir hans ólst upp í Norður-Lundúnum. Móðir Nash var í enska landsliðinu í netbolta og bróðir hans Martin Nash á að baki 30 landsleiki fyrir kanadíska landsliðið í knattspyrnu. Vill fjárfesta í Tottenham Fréttir voru á kreiki um það í byrjun febrúar að Tottenham fetaði í fótspor fleiri úrvalsdeildarfélaga og yrði selt í hendur fjárfesta. Þessi tíðindi hafa síðan verið skotin niður af forráðamönnum félagsins, en Steve Nash var full alvara þegar hann sagðist hafa mikinn áhuga á að ganga í lið með góðum mönnum með það fyrir augum að fjárfesta í liðinu sínu. Gott málefni Nash sker sig nokkuð frá öðrum NBA leikmönnum þegar kemur að markaðs- og kynningarmálum, en hann lætur hverja einustu krónu sem hann vinnur sér inn fyrir auglýsingar renna óskert til góðgerðamála. Nash gekk fyrir nokkru frá stórum samningi við úraframleiðandann Raymond Weil og fór fyrsta greiðslan upp á fjórar milljónir króna beint í Steve Nash sjóðinn. Þessi sjóður styrkir gott málefni á borð við menntun og heilsugæslu fyrir börn, en auk þessa hefur Nash líka gert samning við vatnsframleiðslufyrirtæki í Kanada sem aðstoðað hefur yfirvöld í nokkrum Mið-Ameríkuríkjum við að koma á fót framleiðslu á hreinu vatni í löndum eins og Guatemala og Nicaragua.
NBA Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn