Körfubolti

KR vann í jöfnum leik

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

KR vann Stjörnuna 70-63 í eina leik kvöldsins í Iceland Express deild karla í körfubolta. Þetta er fyrsti leikur sjöttu umferðar en hann var færður vegna þátttöku KR í Evrópukeppninni. Leikurinn var jafn og spennandi.

Nýliðar Stjörnunnar voru þremur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og voru einu stigi yfir í hálfleik. Stjarnan var yfir þegar lokaleikhlutinn hófst 51 - 47 en Íslandsmeistararnir komust loks í gírinn og unnu sjö stiga sigur.

Dimitar Karadzovski var stigahæstur í leiknum með 21 stig fyrir Stjörnuna en Joshua Helm gerði sautján stig fyrir KR. Keflavík er í toppsætinu með tólf stig en KR og Grindavík eru með tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×