Innlent

tónlist.is sama og tonlist.is

MYND/Getty Images

Neytendastofa hefur bannað Vagnsson MultiMedia að nota lénið tónlist.is. Fram til ársins 2004 var ekki unnt að skrá lén með séríslenskum stöfum. Eftir 1. janúar 2005 var öllum frjáls skráning slíkra léna. Haukur Vagnsson skráði þá lénið tónlist.is.

Niðurstaða ákvörðunar Neytendastofu er að það sé í raun sama nafn og tonlist.is.

Tónlist.is er ekki með starfsemi heldur flytur notendur beint á vefinn tonlist.is í eigu MúsíkNets.

MúsíkNet kvartaði yfir notkun Vagnsson MultiMedia á léninu, en MúsíkNet starfrækir lénið tonlist.is og hefur gert frá febrúar 2003. Starfsemi þess felst í því að dreifa og kynna tónlist á Netinu.

Í niðurstöðu ákvörðunarinnar kemur fram að brotið hafi verið gegn lögum um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi á markaði. Hauki Vagnssyni er gert að afskrá lénið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×