Mikil verðfall á asískum og evrópskum mörkuðum Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 16. ágúst 2007 07:38 Seðlabanki Japans reyndi að koma ró á markaði í dag með því að tilkynna um frekari innspýtingu fjármuna á markað. MYND/AP Hlutabréfamarkaðir í Asíu og Evrópu féllu mikið við opnun í morgun í kjölfar áframhaldandi óvissu um áhrif samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði.Mikil taugaveiklun einkenndi markaði í morgun. FTSE vístalan í London lækkaði um rúm tvö prósent þegar markaðir opnuðu í morgun og hefur hún lækkað um rúm tíu prósent á rúmum mánuði. Hlutabréfavísitala í Suður-Kóreu lækkaði um sex og hálft prósent, og voru viðskipti þar stöðvuð um tíma. Þá lækkaði Nikkei vísitalan í Japan um 2,7 prósent, og Hang Sen vísitalan í Hong Kong um fjögur.Þetta gerist í kjölfar þess að hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum lækkuðu enn eina ferðina í gær. Sjö milljarða dollara innspýting seðlabankans þar í landi virðist ekki hafa náð að slá á ótta manna um að hlutabréf kunni að lækka enn meira á næstu dögum. Í gær fór Dow Jones vísitalan niður fyrir 13 þúsund stig í fyrsta sinn síðan í apríl. Nasdaq-vísitalan lækkaði um 1,6 prósent, og hefur hefur ekki verið lægri frá áramótum.Ástæðurnar fyrir lækkuninni nú eru þær sömu og síðustu daga; samdráttur á bandarískum fasteignalánamarkaði sem hafði áhrif á lánastofnanir þar í landi og leitt til lausafjárskorts.En þá spilar inn í að fyrirtæki í Bandaríkjunum, ekki síst Wal-Mart og byggingavörukeðjan Home Depot, reikna með verri afkomu á fjórðungnum þar eð líklegt þyki að neytendur haldi að sér höndum. Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hlutabréfamarkaðir í Asíu og Evrópu féllu mikið við opnun í morgun í kjölfar áframhaldandi óvissu um áhrif samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði.Mikil taugaveiklun einkenndi markaði í morgun. FTSE vístalan í London lækkaði um rúm tvö prósent þegar markaðir opnuðu í morgun og hefur hún lækkað um rúm tíu prósent á rúmum mánuði. Hlutabréfavísitala í Suður-Kóreu lækkaði um sex og hálft prósent, og voru viðskipti þar stöðvuð um tíma. Þá lækkaði Nikkei vísitalan í Japan um 2,7 prósent, og Hang Sen vísitalan í Hong Kong um fjögur.Þetta gerist í kjölfar þess að hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum lækkuðu enn eina ferðina í gær. Sjö milljarða dollara innspýting seðlabankans þar í landi virðist ekki hafa náð að slá á ótta manna um að hlutabréf kunni að lækka enn meira á næstu dögum. Í gær fór Dow Jones vísitalan niður fyrir 13 þúsund stig í fyrsta sinn síðan í apríl. Nasdaq-vísitalan lækkaði um 1,6 prósent, og hefur hefur ekki verið lægri frá áramótum.Ástæðurnar fyrir lækkuninni nú eru þær sömu og síðustu daga; samdráttur á bandarískum fasteignalánamarkaði sem hafði áhrif á lánastofnanir þar í landi og leitt til lausafjárskorts.En þá spilar inn í að fyrirtæki í Bandaríkjunum, ekki síst Wal-Mart og byggingavörukeðjan Home Depot, reikna með verri afkomu á fjórðungnum þar eð líklegt þyki að neytendur haldi að sér höndum.
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira