Samson tapaði 3,2 milljörðum króna 30. ágúst 2007 10:07 Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson. Eignarhaldsfélagið Samson, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, tapaði 3,2 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við rúma 12 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Móðurfélag Samson á 41,37 prósent af heildarhlutafé Landsbankans. Félagið er eigandi tveggja dótturfélaga og er því birtur samstæðureikningur félagsins og dótturfélaga þess. Auk móðurfélagsins eru í samstæðunni félögin Samson Properties ehf. sem er fasteignafélag sem sérhæfir sig í rekstri, þróun og fjárfestingum í fasteignum og fasteignatengdum verkefnum í Evrópu. Einnig er fjárfestingafélagið Ópera fjárfestingar ehf. hluti af samstæðunni en það félag er eigandi að um 26 prósenta eignarhluta í Fjárfestingarfélaginu Gretti hf. Markaðsverð eignarhlutar móðurfélags Samsonar í Landsbankanum nam 173,7 milljörðum króna í lok fyrri árshelmings en bókfært virði hans er rétt rúmir 73 milljarðar króna. Í árshlutauppgjörinu segir að þar sem beitt sé hlutdeildaraðferð við að gera grein fyrir eignarhluta félagsins í Landsbanka Íslands hf. færast einungis 10,9 milljarðar króna til tekna þó markaðsvirði eignarhluta Samson ehf. hafi aukist um tæpa 52,9 milljarða króna á tímabilinu. Þá segir ennfremur í uppgjörinu að félagið færi afleiðusaminga á markaðsvirði og því komi gjaldfærsla upp á rúma 14,6 milljarða króna fram sem að stórum hluta er vegna styrkingar íslensku krónunnar á tímabilinu. Bókfært eigið fé í lok tímabilsins nam rúmum 24,6 milljörðum króna og lækkaði það um 16,2 prósent frá lokum síðasta árs. Væri eignarhlutur félagsins í Landsbanka Íslands færður til eignar á markaðsverði væri eigið fé félagsins rúmir 107 milljarðar króna að teknu tilliti til tekjuskattsáhrifa . Þá væri eiginfjárhlutfall 42 prósent, að því er segir í árshlutauppgjörinu. Uppgjör Samson Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Samson, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, tapaði 3,2 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við rúma 12 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Móðurfélag Samson á 41,37 prósent af heildarhlutafé Landsbankans. Félagið er eigandi tveggja dótturfélaga og er því birtur samstæðureikningur félagsins og dótturfélaga þess. Auk móðurfélagsins eru í samstæðunni félögin Samson Properties ehf. sem er fasteignafélag sem sérhæfir sig í rekstri, þróun og fjárfestingum í fasteignum og fasteignatengdum verkefnum í Evrópu. Einnig er fjárfestingafélagið Ópera fjárfestingar ehf. hluti af samstæðunni en það félag er eigandi að um 26 prósenta eignarhluta í Fjárfestingarfélaginu Gretti hf. Markaðsverð eignarhlutar móðurfélags Samsonar í Landsbankanum nam 173,7 milljörðum króna í lok fyrri árshelmings en bókfært virði hans er rétt rúmir 73 milljarðar króna. Í árshlutauppgjörinu segir að þar sem beitt sé hlutdeildaraðferð við að gera grein fyrir eignarhluta félagsins í Landsbanka Íslands hf. færast einungis 10,9 milljarðar króna til tekna þó markaðsvirði eignarhluta Samson ehf. hafi aukist um tæpa 52,9 milljarða króna á tímabilinu. Þá segir ennfremur í uppgjörinu að félagið færi afleiðusaminga á markaðsvirði og því komi gjaldfærsla upp á rúma 14,6 milljarða króna fram sem að stórum hluta er vegna styrkingar íslensku krónunnar á tímabilinu. Bókfært eigið fé í lok tímabilsins nam rúmum 24,6 milljörðum króna og lækkaði það um 16,2 prósent frá lokum síðasta árs. Væri eignarhlutur félagsins í Landsbanka Íslands færður til eignar á markaðsverði væri eigið fé félagsins rúmir 107 milljarðar króna að teknu tilliti til tekjuskattsáhrifa . Þá væri eiginfjárhlutfall 42 prósent, að því er segir í árshlutauppgjörinu. Uppgjör Samson
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira