Vírusárásir á bloggsíður Valur Hrafn Einarsson skrifar 30. ágúst 2007 14:45 Hlekkur á sýkta skrá hefur fundist á mrgum bloggíðum Blogger.com Óprúttnir tölvurefir eru að nota bloggsíðu Google, Blogger.com, til þess að skrifa falskar bloggfærslur á síður notenda. Fölsku færslurnar innihalda hlekki sem leiða fólk til þess að niðurhala skrá sem svo getur sýkt tölvu þeirra. Tölvurefirnir geta þá tekið yfir stjórn á sýktu tölvunum, leitað þar að viðkvæmum upplýsingum eða notað þær til frekari árása. Árásin á Blogger síðuna er sú síðasta í röð árása af hópi tölvurefa sem náð hafa stjórn á fleiri þúsund tölvum. Sýktu hlekkirnir voru uppgötvaðir 27. ágúst af Alex Eckelberry starfsmanni í öryggismálum hjá Sunbelt Software. Mörg hundruð bloggsíður hafa nú verið uppfærðar með stuttri færslu sem inniheldur sýkta hlekkinn. Eckelberry sagði ekki ljóst hvernig hlekknum væri komið fyrir á síðunum. Hann sagði möguleika á að tölvurefirnir séu að notfæra sér þann möguleika Blogger að senda færslur með tölvupósti. Einnig gæti verið að allar sýktu síðurnar séu falskar og eingöngu settar upp í þessum eina tilgangi. Samkvæmt fréttavef BBC hefur Google enn ekki gefið yfirlýsingu um árásirnar eða hvernig þeim var háttað. Hópurinn sem að talinn er standa á bakvið þetta hefur staðið fyrir gríðarlegu magni árása frá því í janúar. Bradley Anstis starfsmaður hjá öryggisfyrirtækinu Marshal sagði að magnið af ruslpósti frá hópnum væri yfirþyrmandi. Suma daga væri 4-6% af öllum ruslpósti sem hann rækist á frá þessum hóp. Sérfræðingar í öryggismálum áætla að hópurinn geti sent svona mikið magn af ruslpósti vegna þess að þeir hafi náð stjórn á svo mörgum tölvum með þessum vírusherferðum sínum. Talið er mögulegt að þeir hafi sýkt yfir milljón tölvur á síðustu átta mánuðum.Fréttavefur BBC greindi frá þessu. Tækni Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Óprúttnir tölvurefir eru að nota bloggsíðu Google, Blogger.com, til þess að skrifa falskar bloggfærslur á síður notenda. Fölsku færslurnar innihalda hlekki sem leiða fólk til þess að niðurhala skrá sem svo getur sýkt tölvu þeirra. Tölvurefirnir geta þá tekið yfir stjórn á sýktu tölvunum, leitað þar að viðkvæmum upplýsingum eða notað þær til frekari árása. Árásin á Blogger síðuna er sú síðasta í röð árása af hópi tölvurefa sem náð hafa stjórn á fleiri þúsund tölvum. Sýktu hlekkirnir voru uppgötvaðir 27. ágúst af Alex Eckelberry starfsmanni í öryggismálum hjá Sunbelt Software. Mörg hundruð bloggsíður hafa nú verið uppfærðar með stuttri færslu sem inniheldur sýkta hlekkinn. Eckelberry sagði ekki ljóst hvernig hlekknum væri komið fyrir á síðunum. Hann sagði möguleika á að tölvurefirnir séu að notfæra sér þann möguleika Blogger að senda færslur með tölvupósti. Einnig gæti verið að allar sýktu síðurnar séu falskar og eingöngu settar upp í þessum eina tilgangi. Samkvæmt fréttavef BBC hefur Google enn ekki gefið yfirlýsingu um árásirnar eða hvernig þeim var háttað. Hópurinn sem að talinn er standa á bakvið þetta hefur staðið fyrir gríðarlegu magni árása frá því í janúar. Bradley Anstis starfsmaður hjá öryggisfyrirtækinu Marshal sagði að magnið af ruslpósti frá hópnum væri yfirþyrmandi. Suma daga væri 4-6% af öllum ruslpósti sem hann rækist á frá þessum hóp. Sérfræðingar í öryggismálum áætla að hópurinn geti sent svona mikið magn af ruslpósti vegna þess að þeir hafi náð stjórn á svo mörgum tölvum með þessum vírusherferðum sínum. Talið er mögulegt að þeir hafi sýkt yfir milljón tölvur á síðustu átta mánuðum.Fréttavefur BBC greindi frá þessu.
Tækni Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent