Viðskipti innlent

Atorka hagnast á sólarorku

Gler- og plastframleiðandinn Romag Holdings skilaði 2,76 milljónum punda, um 350 milljónum króna, í hagnað fyrir skatta á síðasta rekstrarári sem lauk í september. Stór hluti hagnaðarins kemur óbeint frá sólarorku. Atorka Group er stærsti hluthafinn í Romag með 21% hlut sem metinn er á rúma 2,8 milljarða króna.

Greining Kaupþings fjallar um málið í Hálffimm fréttum sínum. Þar kemur fram að hagnaðurin jókst um 44% á milli ára. Hagnaður á hlut nam 4,7 pensum og jókst um 52% á milli ára. .

Romag hafði hækkað um 11% seint í gær en gengishækkun á árinu nemur um 76%.Forsvarsmenn Romag reikna með áframhaldandi söluvexti einkum í Evrópu samfara aukinni eftirspurn eftir endurnýjanlegum orkugjöfum á borð við sólarorku.

Þetta mun gefa Romag ýmis tækifæri í gegnum PowerGlaz, glerframleiðslu sem breytir sólarljósi í orku, en þessi framleiðsla er mesti vaxtarbroddur félagsins og myndar um 40% af starfsemi þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×