Viðskipti innlent

Nýr yfir Klakinu

Nýr framkvæmdastjóri Andri Ottesen hefur tekið við af Jóni Helga Egilssyni sem framkvæmdastjóri Klaks nýsköpunarmiðstöðvar.
Nýr framkvæmdastjóri Andri Ottesen hefur tekið við af Jóni Helga Egilssyni sem framkvæmdastjóri Klaks nýsköpunarmiðstöðvar. MYND/GVA

Andri Ottesen hefur tekið við framkvæmdastjórastöðu Klaks nýsköpunarmiðstöðvar af Jóni Helga Egilssyni, sem tók við framkvæmdastjórn Seed Forum  í  Bandaríkjunum á dögunum. 

Andri hefur kennt við Háskólann á Bifröst, Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og Háskóla Íslands. Hann var deildarstjóri fjárlagagerðar til atvinnumála í fjármálaráðuneytinu  í sex ár, markaðsstjóri Hugrúnar ehf. og stjórnarformaður fjölda fyrirtækja. 

Andri er með doktorsmenntun í  rekstrarhagfræði frá International School of Management í París, MA-gráðu frá Otaru-viðskiptaskólanum í Japan, MBA-gráðu frá California State University og BA-gráðu í alþjóðaviðskiptum og erlendum málum frá sama skóla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×