Grindavík lagði KR í frábærum leik 18. október 2007 19:00 Grindvíkingar unnu í kvöld góðan sigur á KR í fjörugum og æsispennandi leik í Grindavík þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í blálokin. Fylgst var með gangi mála hér á Vísi í kvöld. Stigahæstir hjá Grindavík: Páll Axel 27, Jonathan Griffin 23, Þorleifur Ólafsson 17, Páll Kristinsson 14 og Adam Darboe 13. Stigahæstir hjá KR: Avi Fogel 21, Joshua Helm 21 og Jovan Zdravevski 16. Úrslit kvöldsins: Grindavík-KR 109-100 ÍR-Tindastóll 93-74 Þór A.-UMFN 73-101 Skallagrímur-Hamar 75-74 Lokatölur 109-100 fyrir Grindavík og fjörlegum og æsispennandi leik lokið hér í Grindavík. Frábær skemmtun. 20:50 - Þvílík tilþrif!!! Jonathan Griffin klárar leikinn fyrir Grindavík.Hann kom Grindavík í 105-99 með því að skjóta yfir Joshua Helm - varði svo þriggja stiga skot frá Helga Magnússyni glæsilega á hinum enda vallarins, stal boltanum og tróð honum með tilþrifum. Sigurinn í höfn hjá Grindavík! 20:48 - Grindvíkingar í vænlegri stöðu og hafa yfir 103-99 þegar aðeins 59 sekúndur eru eftir af leiknum. 20:47 - Grindavík leiðir 101-99 - ein og hálf mínúta eftir. 20:43 - 3 mínútur eftir og staðan jöfn 95-95. Allt á suðupunkti og áhorfendur heldur betur að taka við sér í Röstinni. 20:38 - KR tekur leikhlé. Fimm mínútur eftir af leiknum og KR hefur yfir 87-86. Spennan er að verða rosaleg hér í Grindavík. 20:33 - Gríðarleg barátta í byrjun fjórða leikhluta og lítið skorað. KR hefur yfir 83-81 og leikmenn farnir að spila mjög fast - og hittnin á sama hátt skelfileg hjá báðum liðum. 20:28 - Þriðja leikhluta lokið. KR-ingar hafa yfir 80-79 og spennan farin að magnast verulega. Grindvíkingar fengu fimm stig í sömu sókninni skömmu fyrir lok leikhlutans og náðu að jafna eftir smá rispu frá KR. Lokaleikhlutinn hér verður rosalegur. 20:18 - Sveiflurnar halda áfram. Grindvíkingar komnir yfir 71-70 og um þrjár og hálf mínúta eftir af þriðja leikhlutanum. 20:11 - Sama spennan heldur áfram hér í Grindavík en nú eru gestirnir í KR að taka rispu og eftir að hafa verið stigi undir fyrir augnabliki eru þeir komnir yfir 70-65. Friðrik Ragnarsson er ekki sáttur við sína menn og tekur leikhlé. 19:56 - Hálfleikur. Grindvíkingar hafa yfir 57-56 gegn KR þegar flautað hefur verið til hálfleiks hér í Grindavík. Heimamenn hafa verið skrefinu á undan lengst af leik og eins og lesa má út úr hálfleiksstöðunni er Benedikt Guðmundsson þjálfari Íslandsmeistara KR ekki sáttur við varnarleik sinna manna. Hann lætur í það minnsta meira í sér heyra en Friðrik Ragnarsson, sem stendur stóískur á hliðarlínunni hjá Grindavík. Stigahæstir hjá Grindavík: Páll Axel Vilbergsson 14, Jonathan Griffin 11 og Þorleifur Ólafsson 8 stig. Stigahæstir hjá KR: Joshua Helm 15 stig, Avi Fogel 14 stig og Brynjar Björnsson 9 stig. 19:53 - Allt í járnum. Staðan 54-52 fyrir heimamenn og aðeins mínúta eftir af hálfleiknum. Leikurinn hefur verið mjög fjörugur eins og stigaskorið gefur til kynna. 19:42 - Átta stiga rispa Grindvíkinga. Heimamenn hafa skyndilega breytt stöðu mála og erum komnnir yfir 37-33 með góðri og hraðri spilamennsku. Benedikt Guðmundsson þjálfari KR tók leikhlé og skammaði sína menn fyrir varnarleikinn. 19:35 - Fyrsta leikhluta lokið. KR-ingar hafa yfir 27-24. Heimamenn í Grindavík voru sterkari fyrstu mínúturnar í leiknum en gestirnir hafa tekið sig saman í andlitinu á síðustu mínútum. Brynjar Björnsson hefur hleypt fjöri í leik þeirra með innkomu sinni. Joshua Helm er stigahæstur KR-inga með 10 stig eftir fyrsta leikhlutann en Páll Kristinsson er kominn með 6 stig í liði heimamanna og Adam Darboe 5. 19:24 - Grindvíkingar byrja betur og hafa yfir 13-9 eftir um 5 mínútna leik. Adam Darboe er heitur í liði Grindvíkinga og hefur skorað 5 stig snemma. Fannar Ólafsson var ekki í byrjunarliði KR-inga frekar en í fyrsta leiknum, en hann kemur til með að koma við sögu í leiknum í kvöld. Áhorfendur eru smá saman að koma sér seint í húsið en mættu sannarlega vera miklu fleiri. 19:16 - Nú er allt að verða klárt í að leikurinn hefjist hér í Grindavík. Hér er um sannkallaðan stórleik að ræða þar sem Íslandsmeistararnir sækja Grindvíkinga heim. KR átti náðugan dag í fyrsta leik en þeir gulklæddu steinlágu fyrir grönnum sínum í Keflavík í fyrstu umferðinni. Það er því ljóst að heimamenn verða að vera á tánum í kvöld. Byrjunarlið Grindavíkur: Adam Darboe, Páll Axel Vilbergsson, Páll Kristinsson, Jonathan Griffin og Igor Beljanski. Byrjunarlið KR: Jovan Zdravevski, Helgi Magnússon, Joshua Helm, Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Helgi Magnússon og Avi Fogel. Dominos-deild karla Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Grindvíkingar unnu í kvöld góðan sigur á KR í fjörugum og æsispennandi leik í Grindavík þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í blálokin. Fylgst var með gangi mála hér á Vísi í kvöld. Stigahæstir hjá Grindavík: Páll Axel 27, Jonathan Griffin 23, Þorleifur Ólafsson 17, Páll Kristinsson 14 og Adam Darboe 13. Stigahæstir hjá KR: Avi Fogel 21, Joshua Helm 21 og Jovan Zdravevski 16. Úrslit kvöldsins: Grindavík-KR 109-100 ÍR-Tindastóll 93-74 Þór A.-UMFN 73-101 Skallagrímur-Hamar 75-74 Lokatölur 109-100 fyrir Grindavík og fjörlegum og æsispennandi leik lokið hér í Grindavík. Frábær skemmtun. 20:50 - Þvílík tilþrif!!! Jonathan Griffin klárar leikinn fyrir Grindavík.Hann kom Grindavík í 105-99 með því að skjóta yfir Joshua Helm - varði svo þriggja stiga skot frá Helga Magnússyni glæsilega á hinum enda vallarins, stal boltanum og tróð honum með tilþrifum. Sigurinn í höfn hjá Grindavík! 20:48 - Grindvíkingar í vænlegri stöðu og hafa yfir 103-99 þegar aðeins 59 sekúndur eru eftir af leiknum. 20:47 - Grindavík leiðir 101-99 - ein og hálf mínúta eftir. 20:43 - 3 mínútur eftir og staðan jöfn 95-95. Allt á suðupunkti og áhorfendur heldur betur að taka við sér í Röstinni. 20:38 - KR tekur leikhlé. Fimm mínútur eftir af leiknum og KR hefur yfir 87-86. Spennan er að verða rosaleg hér í Grindavík. 20:33 - Gríðarleg barátta í byrjun fjórða leikhluta og lítið skorað. KR hefur yfir 83-81 og leikmenn farnir að spila mjög fast - og hittnin á sama hátt skelfileg hjá báðum liðum. 20:28 - Þriðja leikhluta lokið. KR-ingar hafa yfir 80-79 og spennan farin að magnast verulega. Grindvíkingar fengu fimm stig í sömu sókninni skömmu fyrir lok leikhlutans og náðu að jafna eftir smá rispu frá KR. Lokaleikhlutinn hér verður rosalegur. 20:18 - Sveiflurnar halda áfram. Grindvíkingar komnir yfir 71-70 og um þrjár og hálf mínúta eftir af þriðja leikhlutanum. 20:11 - Sama spennan heldur áfram hér í Grindavík en nú eru gestirnir í KR að taka rispu og eftir að hafa verið stigi undir fyrir augnabliki eru þeir komnir yfir 70-65. Friðrik Ragnarsson er ekki sáttur við sína menn og tekur leikhlé. 19:56 - Hálfleikur. Grindvíkingar hafa yfir 57-56 gegn KR þegar flautað hefur verið til hálfleiks hér í Grindavík. Heimamenn hafa verið skrefinu á undan lengst af leik og eins og lesa má út úr hálfleiksstöðunni er Benedikt Guðmundsson þjálfari Íslandsmeistara KR ekki sáttur við varnarleik sinna manna. Hann lætur í það minnsta meira í sér heyra en Friðrik Ragnarsson, sem stendur stóískur á hliðarlínunni hjá Grindavík. Stigahæstir hjá Grindavík: Páll Axel Vilbergsson 14, Jonathan Griffin 11 og Þorleifur Ólafsson 8 stig. Stigahæstir hjá KR: Joshua Helm 15 stig, Avi Fogel 14 stig og Brynjar Björnsson 9 stig. 19:53 - Allt í járnum. Staðan 54-52 fyrir heimamenn og aðeins mínúta eftir af hálfleiknum. Leikurinn hefur verið mjög fjörugur eins og stigaskorið gefur til kynna. 19:42 - Átta stiga rispa Grindvíkinga. Heimamenn hafa skyndilega breytt stöðu mála og erum komnnir yfir 37-33 með góðri og hraðri spilamennsku. Benedikt Guðmundsson þjálfari KR tók leikhlé og skammaði sína menn fyrir varnarleikinn. 19:35 - Fyrsta leikhluta lokið. KR-ingar hafa yfir 27-24. Heimamenn í Grindavík voru sterkari fyrstu mínúturnar í leiknum en gestirnir hafa tekið sig saman í andlitinu á síðustu mínútum. Brynjar Björnsson hefur hleypt fjöri í leik þeirra með innkomu sinni. Joshua Helm er stigahæstur KR-inga með 10 stig eftir fyrsta leikhlutann en Páll Kristinsson er kominn með 6 stig í liði heimamanna og Adam Darboe 5. 19:24 - Grindvíkingar byrja betur og hafa yfir 13-9 eftir um 5 mínútna leik. Adam Darboe er heitur í liði Grindvíkinga og hefur skorað 5 stig snemma. Fannar Ólafsson var ekki í byrjunarliði KR-inga frekar en í fyrsta leiknum, en hann kemur til með að koma við sögu í leiknum í kvöld. Áhorfendur eru smá saman að koma sér seint í húsið en mættu sannarlega vera miklu fleiri. 19:16 - Nú er allt að verða klárt í að leikurinn hefjist hér í Grindavík. Hér er um sannkallaðan stórleik að ræða þar sem Íslandsmeistararnir sækja Grindvíkinga heim. KR átti náðugan dag í fyrsta leik en þeir gulklæddu steinlágu fyrir grönnum sínum í Keflavík í fyrstu umferðinni. Það er því ljóst að heimamenn verða að vera á tánum í kvöld. Byrjunarlið Grindavíkur: Adam Darboe, Páll Axel Vilbergsson, Páll Kristinsson, Jonathan Griffin og Igor Beljanski. Byrjunarlið KR: Jovan Zdravevski, Helgi Magnússon, Joshua Helm, Pálmi Freyr Sigurgeirsson, Helgi Magnússon og Avi Fogel.
Dominos-deild karla Mest lesið Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur á Hlíðarenda, Stúkan og Gullknötturinn Sport „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira