Bankar í krísu 12. september 2007 00:01 Economist | Mjög hefur dregið úr millibankalánum evrópskra fjármálafyrirtækja, að sögn breska vikuritsins Economist í vikunni. Blaðið segir ástæðuna mikla óvissu á fjármálamarkaði. Tvennt kemur til: Í fyrsta lagi liggur ekki fyrir hversu víðtæk áhrifin eru af samdrætti á bandarískum fasteignalánamarkaði og því bíða bankarnir þess að öldur lægi. Í öðru lagi þurfa bankar á sem mestu fjármagni að halda til að tryggja sig fyrir hvers kyns fyrirséðum og ófyrirséðum gjöldum, svo sem þegar skuldabréf þeirra koma á gjalddaga á næstunni. Economist segir mikið álag á fjármálafyrirtæki og banka þessa dagana. Bæði hafi skuldatryggingar- og vaxtaálag hækkað mjög mikið síðan niðursveiflu varð fyrst vart á fjármálamarkaði skömmu eftir miðjan júlí síðastliðinn. Þessar auknar álögur á bankana hafa skapað alvarlegt vandamál. Í versta falli geta aðstæður á fjármálamarkaði leitt til þess að auknar álögur á vaxtakjör banka skili sér í hærri vaxtaálagi á viðskiptavini fyrirtækjanna, að sögn vikuritsins. Af dýrum vörumFortune | Bandaríska vikuritið Fortune fjallar í vikunni um uppganginn í munaðargeiranum, rándýrum vörum sem ekki er á allra færi að koma höndum yfir. Sala á vörum í þessum rándýrasta kanti hefur blómstrað sem aldrei fyrr og veltan tvöfaldast síðastliðinn áratug. Hún nam heilum 220 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári en það jafngildir hvorki meira né minna en fjórtán þúsund milljörðum íslenskra króna. Galdurinn er einfaldur: Hönnuðir stóru tískuhúsanna, svo sem hjá Gucci og fleiri, hafa í æ ríkari mæli tekið að hanna fyrir tískuhús og verslanir sem selja talsvert ódýrari vörur og öfugt. Dæmi um slíkt er norræna verslanakeðjan H&M, sem Íslendingar ættu að þekkja ágætlega. En svo er hitt, að „venjulegir" einstaklingar hafa í auknum mæli látið það eftir sér að kaupa vandaða en afar dýra vöru, sem þá hefur lengi langað til að eignast. Slíkt bætir að sjálfsögðu sjálfstraustið, að sögn Fortune, sem tekur sem dæmi að ein ferðataska geti kostað allt upp undir 5.000 dali, jafnvirði tæpra 330 þúsund íslenskra króna. Héðan og þaðan Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Economist | Mjög hefur dregið úr millibankalánum evrópskra fjármálafyrirtækja, að sögn breska vikuritsins Economist í vikunni. Blaðið segir ástæðuna mikla óvissu á fjármálamarkaði. Tvennt kemur til: Í fyrsta lagi liggur ekki fyrir hversu víðtæk áhrifin eru af samdrætti á bandarískum fasteignalánamarkaði og því bíða bankarnir þess að öldur lægi. Í öðru lagi þurfa bankar á sem mestu fjármagni að halda til að tryggja sig fyrir hvers kyns fyrirséðum og ófyrirséðum gjöldum, svo sem þegar skuldabréf þeirra koma á gjalddaga á næstunni. Economist segir mikið álag á fjármálafyrirtæki og banka þessa dagana. Bæði hafi skuldatryggingar- og vaxtaálag hækkað mjög mikið síðan niðursveiflu varð fyrst vart á fjármálamarkaði skömmu eftir miðjan júlí síðastliðinn. Þessar auknar álögur á bankana hafa skapað alvarlegt vandamál. Í versta falli geta aðstæður á fjármálamarkaði leitt til þess að auknar álögur á vaxtakjör banka skili sér í hærri vaxtaálagi á viðskiptavini fyrirtækjanna, að sögn vikuritsins. Af dýrum vörumFortune | Bandaríska vikuritið Fortune fjallar í vikunni um uppganginn í munaðargeiranum, rándýrum vörum sem ekki er á allra færi að koma höndum yfir. Sala á vörum í þessum rándýrasta kanti hefur blómstrað sem aldrei fyrr og veltan tvöfaldast síðastliðinn áratug. Hún nam heilum 220 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári en það jafngildir hvorki meira né minna en fjórtán þúsund milljörðum íslenskra króna. Galdurinn er einfaldur: Hönnuðir stóru tískuhúsanna, svo sem hjá Gucci og fleiri, hafa í æ ríkari mæli tekið að hanna fyrir tískuhús og verslanir sem selja talsvert ódýrari vörur og öfugt. Dæmi um slíkt er norræna verslanakeðjan H&M, sem Íslendingar ættu að þekkja ágætlega. En svo er hitt, að „venjulegir" einstaklingar hafa í auknum mæli látið það eftir sér að kaupa vandaða en afar dýra vöru, sem þá hefur lengi langað til að eignast. Slíkt bætir að sjálfsögðu sjálfstraustið, að sögn Fortune, sem tekur sem dæmi að ein ferðataska geti kostað allt upp undir 5.000 dali, jafnvirði tæpra 330 þúsund íslenskra króna.
Héðan og þaðan Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira