Bankar í krísu 12. september 2007 00:01 Economist | Mjög hefur dregið úr millibankalánum evrópskra fjármálafyrirtækja, að sögn breska vikuritsins Economist í vikunni. Blaðið segir ástæðuna mikla óvissu á fjármálamarkaði. Tvennt kemur til: Í fyrsta lagi liggur ekki fyrir hversu víðtæk áhrifin eru af samdrætti á bandarískum fasteignalánamarkaði og því bíða bankarnir þess að öldur lægi. Í öðru lagi þurfa bankar á sem mestu fjármagni að halda til að tryggja sig fyrir hvers kyns fyrirséðum og ófyrirséðum gjöldum, svo sem þegar skuldabréf þeirra koma á gjalddaga á næstunni. Economist segir mikið álag á fjármálafyrirtæki og banka þessa dagana. Bæði hafi skuldatryggingar- og vaxtaálag hækkað mjög mikið síðan niðursveiflu varð fyrst vart á fjármálamarkaði skömmu eftir miðjan júlí síðastliðinn. Þessar auknar álögur á bankana hafa skapað alvarlegt vandamál. Í versta falli geta aðstæður á fjármálamarkaði leitt til þess að auknar álögur á vaxtakjör banka skili sér í hærri vaxtaálagi á viðskiptavini fyrirtækjanna, að sögn vikuritsins. Af dýrum vörumFortune | Bandaríska vikuritið Fortune fjallar í vikunni um uppganginn í munaðargeiranum, rándýrum vörum sem ekki er á allra færi að koma höndum yfir. Sala á vörum í þessum rándýrasta kanti hefur blómstrað sem aldrei fyrr og veltan tvöfaldast síðastliðinn áratug. Hún nam heilum 220 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári en það jafngildir hvorki meira né minna en fjórtán þúsund milljörðum íslenskra króna. Galdurinn er einfaldur: Hönnuðir stóru tískuhúsanna, svo sem hjá Gucci og fleiri, hafa í æ ríkari mæli tekið að hanna fyrir tískuhús og verslanir sem selja talsvert ódýrari vörur og öfugt. Dæmi um slíkt er norræna verslanakeðjan H&M, sem Íslendingar ættu að þekkja ágætlega. En svo er hitt, að „venjulegir" einstaklingar hafa í auknum mæli látið það eftir sér að kaupa vandaða en afar dýra vöru, sem þá hefur lengi langað til að eignast. Slíkt bætir að sjálfsögðu sjálfstraustið, að sögn Fortune, sem tekur sem dæmi að ein ferðataska geti kostað allt upp undir 5.000 dali, jafnvirði tæpra 330 þúsund íslenskra króna. Héðan og þaðan Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Economist | Mjög hefur dregið úr millibankalánum evrópskra fjármálafyrirtækja, að sögn breska vikuritsins Economist í vikunni. Blaðið segir ástæðuna mikla óvissu á fjármálamarkaði. Tvennt kemur til: Í fyrsta lagi liggur ekki fyrir hversu víðtæk áhrifin eru af samdrætti á bandarískum fasteignalánamarkaði og því bíða bankarnir þess að öldur lægi. Í öðru lagi þurfa bankar á sem mestu fjármagni að halda til að tryggja sig fyrir hvers kyns fyrirséðum og ófyrirséðum gjöldum, svo sem þegar skuldabréf þeirra koma á gjalddaga á næstunni. Economist segir mikið álag á fjármálafyrirtæki og banka þessa dagana. Bæði hafi skuldatryggingar- og vaxtaálag hækkað mjög mikið síðan niðursveiflu varð fyrst vart á fjármálamarkaði skömmu eftir miðjan júlí síðastliðinn. Þessar auknar álögur á bankana hafa skapað alvarlegt vandamál. Í versta falli geta aðstæður á fjármálamarkaði leitt til þess að auknar álögur á vaxtakjör banka skili sér í hærri vaxtaálagi á viðskiptavini fyrirtækjanna, að sögn vikuritsins. Af dýrum vörumFortune | Bandaríska vikuritið Fortune fjallar í vikunni um uppganginn í munaðargeiranum, rándýrum vörum sem ekki er á allra færi að koma höndum yfir. Sala á vörum í þessum rándýrasta kanti hefur blómstrað sem aldrei fyrr og veltan tvöfaldast síðastliðinn áratug. Hún nam heilum 220 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári en það jafngildir hvorki meira né minna en fjórtán þúsund milljörðum íslenskra króna. Galdurinn er einfaldur: Hönnuðir stóru tískuhúsanna, svo sem hjá Gucci og fleiri, hafa í æ ríkari mæli tekið að hanna fyrir tískuhús og verslanir sem selja talsvert ódýrari vörur og öfugt. Dæmi um slíkt er norræna verslanakeðjan H&M, sem Íslendingar ættu að þekkja ágætlega. En svo er hitt, að „venjulegir" einstaklingar hafa í auknum mæli látið það eftir sér að kaupa vandaða en afar dýra vöru, sem þá hefur lengi langað til að eignast. Slíkt bætir að sjálfsögðu sjálfstraustið, að sögn Fortune, sem tekur sem dæmi að ein ferðataska geti kostað allt upp undir 5.000 dali, jafnvirði tæpra 330 þúsund íslenskra króna.
Héðan og þaðan Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira