Boozer fór á kostum í sigri Utah 27. mars 2007 04:53 Carlos Boozer setti persónulegt met með 41 stigi fyrir Utah. Hann hitti úr 15 af 21 skoti sínu utan af velli og hirti 16 fráköst gegn Washington. NordicPhotos/GettyImages Carlos Boozer fór á kostum í liði Utah í nótt þegar liðið lagði Washington í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Shaquille O´Neal varð 12. stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi þegar hann skoraði 22 stig í sigri Miami á Atlanta. Miami er nú komið í toppsætið í sínum riðli í Austurdeildinni. Shaquille O´Neal varð í nótt 12. stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi þegar hann skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst í auðveldum sigri Miami á Atlanta 106-84. Salim Stoudamire skoraði 22 stig fyrir Atlanta. Lið Atlanta tók mjög hart á O´Neal í leiknum og eftir eitt brotið fékk hann slæma byltu og hringsnerist á gólfinu. "Ég er nú þekktur undir nafninu Stóri-Baryshnikov," sagði O´Neal brosandi í viðtali eftir leikinn og líkti sér við ballettdansarann goðsagnarkennda. O´Neal er iðinn við að finna gælunöfn á sjálfan sig. Hann kallaði sig "Stóra-Holræsið" eftir leik fyrir stuttu. Boston stöðvaði þriggja leikja taphrinu með 96-87 sigri á Toronto á heimavelli sínum. Paul Pierce skoraði 23 stig fyrir Boston en TJ Ford skoraði 28 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Toronto. Chicago lagði Portland 100-89 þar sem breski leikmaðurinn Luol Deng setti persónulegt met með 38 stigum fyrir Chicago. LeMarcus Aldridge skoraði 20 stig fyrir Portland. Orlando lagði New York á útivelli 94-89 og eru því vonir New York um að komast í úrslitakeppnina heldur farnar að dvína. Liðið hefur unnið 30 leiki og tapað 40. Stephon Marbury skoraði 32 stig fyrir New York en Hedo Turkoglu og Jameer Nelson skoruðu 18 hvor fyrir Orlando.Houston lagði Milwaukee auðveldlega á heimavelli 106-87. Tracy McGrady skoraði 22 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Houston og Yao Ming var einnig með 22 stig, en Michael Redd skoraði 26 stig fyrir Milwaukee.Carlos Boozer setti persónulegt met með 41 stigi og hirti auk þess 16 fráköst þegar Utah lagði Washington 103-97 á heimavelli í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Utah var á tíma 11 stigum undir í síðari hálfleiknum, en vann í nótt 16. leikinn á tímabilinu eftir að hafa verið meira en 10 stigum undir á tímapunkti í leiknum. Gilbert Arenas skoraði 32 stig fyrir Washington, sem lauk fimm leikja keppnisferðalagi um Vesturdeildina 1-4. Eddie Jordan þjálfari Washington var rekinn af velli með tvær tæknivillur fyrir að rífa sig við dómara í síðari hálfleik. Deron Williams skoraði 16 stig og gaf 13 stoðsendingar hjá Utah, sem þegar hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.Phoenix vann sannfærandi sigur á botnliði Memphis 105-87 á heimavelli. Raja Bell skoraði 29 stig fyrir Phoenix og hitti úr 6 af 8 þristum sínum. Amare Stoudemire skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst. Pau Gasol var bestur hjá Memphis með 21 stig og hirti 10 fráköst.San Antonio valtaði yfir Golden State á útivelli 126-89. Tim Duncan, Tony Parker og Michael Finley skoruðu 20 stig hver og Manu Ginobili skoraði 17. Baron Davis skoraði 17 stig fyrir Golden State. San Antonio hitti úr 60% skota sinna í leiknum og 59% þriggja stiga skota. Hér er ótalinn leikur Detroit og Denver sem fram fór í nótt, en honum voru gerð sérstök skil í frétt hér á Vísi þar sem Rasheed Wallace tryggði Detroit ævintýralegan sigur. NBA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
Carlos Boozer fór á kostum í liði Utah í nótt þegar liðið lagði Washington í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Shaquille O´Neal varð 12. stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi þegar hann skoraði 22 stig í sigri Miami á Atlanta. Miami er nú komið í toppsætið í sínum riðli í Austurdeildinni. Shaquille O´Neal varð í nótt 12. stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi þegar hann skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst í auðveldum sigri Miami á Atlanta 106-84. Salim Stoudamire skoraði 22 stig fyrir Atlanta. Lið Atlanta tók mjög hart á O´Neal í leiknum og eftir eitt brotið fékk hann slæma byltu og hringsnerist á gólfinu. "Ég er nú þekktur undir nafninu Stóri-Baryshnikov," sagði O´Neal brosandi í viðtali eftir leikinn og líkti sér við ballettdansarann goðsagnarkennda. O´Neal er iðinn við að finna gælunöfn á sjálfan sig. Hann kallaði sig "Stóra-Holræsið" eftir leik fyrir stuttu. Boston stöðvaði þriggja leikja taphrinu með 96-87 sigri á Toronto á heimavelli sínum. Paul Pierce skoraði 23 stig fyrir Boston en TJ Ford skoraði 28 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Toronto. Chicago lagði Portland 100-89 þar sem breski leikmaðurinn Luol Deng setti persónulegt met með 38 stigum fyrir Chicago. LeMarcus Aldridge skoraði 20 stig fyrir Portland. Orlando lagði New York á útivelli 94-89 og eru því vonir New York um að komast í úrslitakeppnina heldur farnar að dvína. Liðið hefur unnið 30 leiki og tapað 40. Stephon Marbury skoraði 32 stig fyrir New York en Hedo Turkoglu og Jameer Nelson skoruðu 18 hvor fyrir Orlando.Houston lagði Milwaukee auðveldlega á heimavelli 106-87. Tracy McGrady skoraði 22 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Houston og Yao Ming var einnig með 22 stig, en Michael Redd skoraði 26 stig fyrir Milwaukee.Carlos Boozer setti persónulegt met með 41 stigi og hirti auk þess 16 fráköst þegar Utah lagði Washington 103-97 á heimavelli í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Utah var á tíma 11 stigum undir í síðari hálfleiknum, en vann í nótt 16. leikinn á tímabilinu eftir að hafa verið meira en 10 stigum undir á tímapunkti í leiknum. Gilbert Arenas skoraði 32 stig fyrir Washington, sem lauk fimm leikja keppnisferðalagi um Vesturdeildina 1-4. Eddie Jordan þjálfari Washington var rekinn af velli með tvær tæknivillur fyrir að rífa sig við dómara í síðari hálfleik. Deron Williams skoraði 16 stig og gaf 13 stoðsendingar hjá Utah, sem þegar hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.Phoenix vann sannfærandi sigur á botnliði Memphis 105-87 á heimavelli. Raja Bell skoraði 29 stig fyrir Phoenix og hitti úr 6 af 8 þristum sínum. Amare Stoudemire skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst. Pau Gasol var bestur hjá Memphis með 21 stig og hirti 10 fráköst.San Antonio valtaði yfir Golden State á útivelli 126-89. Tim Duncan, Tony Parker og Michael Finley skoruðu 20 stig hver og Manu Ginobili skoraði 17. Baron Davis skoraði 17 stig fyrir Golden State. San Antonio hitti úr 60% skota sinna í leiknum og 59% þriggja stiga skota. Hér er ótalinn leikur Detroit og Denver sem fram fór í nótt, en honum voru gerð sérstök skil í frétt hér á Vísi þar sem Rasheed Wallace tryggði Detroit ævintýralegan sigur.
NBA Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira