Lengstu vefföngin 63 stafir 27. mars 2007 05:00 Frá því að opnað var fyrir skráningu fyrir tæpu ári hafa 2,5 milljónir veffanga verið skráðar. MYND/nordicphotos/afp EURid, stofnunin sem sér um að skrá evrópsku .eu-vefföngin, hefur skráð sex vefföng sem fylla hámarkslengdina, 63 stafi. Þar á meðal eru fullt nafn velsks bæjar og fyrstu 63 tölustafirnir í óendanlegu tölunni pí. Þýskur grallari skráði veffangið www.thisisthelongesteuropeandomainnameallovertheworldandnowitismine.eu og landi hans bæði www.aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa.eu og www.zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz.eu. En velska þorpið, sem hefur heimsmetið í lengsta staðarnafninu, hefur netnotendum til hægðarauka boðið upp á stytta útgáfu af nafninu: www.llanfair.wales.com. Þeir sem vilja spreyta sig í réttritun geta hins vegar slegið inn hið fulla nafn: www.llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwllllantysiliogogogochuchaf.eu. Þessi langa útgáfa kvað víst eiga við um efri hluta hins velskumælandi þorps á eynni Anglesey í Norður-Wales. Frá því að opnað var fyrir skráningar á .eu-vefföngum 7. apríl í fyrra hafa meira en tvær og hálf milljón veffanga verið skráð, þar af ein milljón á fyrsta degi. Eftirsóttustu vefföngin eru sex.eu, hotel.eu, travel.eu og jobs.eu. Íslenskir aðilar geta aðeins skráð .eu-veffang í gegnum milliliði í ESB-landi, þar sem ekki náðist samkomulag um að EFTA-löndin í EES fengju rétt til slíkra skráninga þótt þau væru hluti af innri markaði Evrópu. Tækni Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
EURid, stofnunin sem sér um að skrá evrópsku .eu-vefföngin, hefur skráð sex vefföng sem fylla hámarkslengdina, 63 stafi. Þar á meðal eru fullt nafn velsks bæjar og fyrstu 63 tölustafirnir í óendanlegu tölunni pí. Þýskur grallari skráði veffangið www.thisisthelongesteuropeandomainnameallovertheworldandnowitismine.eu og landi hans bæði www.aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa.eu og www.zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz.eu. En velska þorpið, sem hefur heimsmetið í lengsta staðarnafninu, hefur netnotendum til hægðarauka boðið upp á stytta útgáfu af nafninu: www.llanfair.wales.com. Þeir sem vilja spreyta sig í réttritun geta hins vegar slegið inn hið fulla nafn: www.llanfairpwllgwyngyllgogerychwyrndrobwllllantysiliogogogochuchaf.eu. Þessi langa útgáfa kvað víst eiga við um efri hluta hins velskumælandi þorps á eynni Anglesey í Norður-Wales. Frá því að opnað var fyrir skráningar á .eu-vefföngum 7. apríl í fyrra hafa meira en tvær og hálf milljón veffanga verið skráð, þar af ein milljón á fyrsta degi. Eftirsóttustu vefföngin eru sex.eu, hotel.eu, travel.eu og jobs.eu. Íslenskir aðilar geta aðeins skráð .eu-veffang í gegnum milliliði í ESB-landi, þar sem ekki náðist samkomulag um að EFTA-löndin í EES fengju rétt til slíkra skráninga þótt þau væru hluti af innri markaði Evrópu.
Tækni Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira