Tiger verður pabbi á árinu 1. janúar 2007 13:00 Tiger Woods sést hér ásamt eiginkonu sinni, hinni snoppufríðu Elínu frá Svíþjóð. MYND/Getty Tiger Woods hafði tvöfalda ástæðu til að gleðjast í fyrradag því auk þess að halda upp á 31 árs afmæli sitt tilkynnti hann á heimasíðu sinni að hann ætti von á barni með eiginkonu sinni Elin. Tiger segir árið rétt er liðið hafa verið það erfiðasta á sinni ævi. “Við eigum von á okkar fyrsta barni í sumar,” skrifaði Tiger á opinbera heimasíðu sína í gær. “Við gætum ekki verið ánægðari og fjölskyldur okkar eru mjög spenntar. Ég hef alltaf langað að verða faðir. Mér þykir miður að faðir minn geti ekki verið á meðal okkar og tekið þátt í þessu ævintýri með okkur,” sagði Tiger jafnframt. Faðir Tiger, Earl, lést í maí á þessu ári eftir áralanga baráttu við krabbamein. Þeir feðgar voru einstaklega nánir og tók Tiger sér níu vikna hvíld frá golfi á meðan hann syrgði föður sinn. Tiger segir á heimasíðu sinni að dauði hans hefði verið það erfiðasta sem hann hafi komist í tæri við á lífsleiðinni. “Það er hræðilegt að missa föður sinn, lærimeistara og besta vin. Maður heldur að það sé hægt að ráða við tilfinningar sínar þegar að þessum degi kemur – en svo er ekki. Þetta hefur svo miklu meiri áhrif en maður heldur,” segir Tiger. Tiger giftist hinni sænsku Elin Nordegren í október 2004 og hefur hann ákveðið að hætta við að keppa á Opna Mercedes mótinu á Hawaii í næstu viku til að geta eytt meiri tíma með fjölskyldu sinni á þessum merku tímamótum. Golf Íþróttir Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods hafði tvöfalda ástæðu til að gleðjast í fyrradag því auk þess að halda upp á 31 árs afmæli sitt tilkynnti hann á heimasíðu sinni að hann ætti von á barni með eiginkonu sinni Elin. Tiger segir árið rétt er liðið hafa verið það erfiðasta á sinni ævi. “Við eigum von á okkar fyrsta barni í sumar,” skrifaði Tiger á opinbera heimasíðu sína í gær. “Við gætum ekki verið ánægðari og fjölskyldur okkar eru mjög spenntar. Ég hef alltaf langað að verða faðir. Mér þykir miður að faðir minn geti ekki verið á meðal okkar og tekið þátt í þessu ævintýri með okkur,” sagði Tiger jafnframt. Faðir Tiger, Earl, lést í maí á þessu ári eftir áralanga baráttu við krabbamein. Þeir feðgar voru einstaklega nánir og tók Tiger sér níu vikna hvíld frá golfi á meðan hann syrgði föður sinn. Tiger segir á heimasíðu sinni að dauði hans hefði verið það erfiðasta sem hann hafi komist í tæri við á lífsleiðinni. “Það er hræðilegt að missa föður sinn, lærimeistara og besta vin. Maður heldur að það sé hægt að ráða við tilfinningar sínar þegar að þessum degi kemur – en svo er ekki. Þetta hefur svo miklu meiri áhrif en maður heldur,” segir Tiger. Tiger giftist hinni sænsku Elin Nordegren í október 2004 og hefur hann ákveðið að hætta við að keppa á Opna Mercedes mótinu á Hawaii í næstu viku til að geta eytt meiri tíma með fjölskyldu sinni á þessum merku tímamótum.
Golf Íþróttir Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira