Zach Johnson sigraði óvænt 9. apríl 2007 10:44 Phil Mickelson, sigurvegarinn frá því í fyrra, klæðir Zach Johnson í græna frakkann fræga. MYND/Getty Zach Johnson, 31 árs Bandaríkjamaður, bar sigur úr býtum á Mastersmótinu í golfi sem lauk í Georgíu í Bandaríkjunum í gær. Johnson lauk keppni á samtals einu höggi yfir pari en næstu menn, Tiger Woods, Rory Sabbatini og Retief Goosen, léku samtals á þremur höggum yfir pari. Þetta er fyrsti sigur Johnson á stórmóti. Johnson skaust upp í sviðsljósið á lokahringnum í gær en lítið hafði farið fyrir honum á fyrstu þremur keppnisdögunum, þrátt fyrir að hann hafi aldrei verið langt á eftir næstu mönnum. Í gær lék hann á samtals þremur höggum undir pari og var það sérstaklega góður endasprettur sem tryggði honum á endanum sigurinn. Tiger Woods tók nokkra áhættu í leik sínum á lokasprettinum í gær, vitandi að það væri eini möguleiki hans til að ná Johnson, sem hafði lokið keppni nokkrum holum á undan Woods. Sá leikur gekk ekki upp og því náði Woods ekki að ógna Johnson að neinu viti. "Eins og þeir segja, risar þurfa að falla einhverntímann," sagði Johnson eftir mótið, og átti þar við sigur sinn á Tiger Woods. "Ég var í búningsklefanum mínum og horfði á Tiger undirbúa upphafshöggið á 18. braut. Ég hafði tveggja högga forskot en samt hafði ég trú á því að hann myndi ná mér. Tiger er náttúrulega fyrirbæri og undarlegri hlutir hafa gerst en að hann nái erni á lokaholunni," sagði Johnson. Tiger brást hins vegar bogalistin og náði aðeins pari á lokaholunni. Golf Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Zach Johnson, 31 árs Bandaríkjamaður, bar sigur úr býtum á Mastersmótinu í golfi sem lauk í Georgíu í Bandaríkjunum í gær. Johnson lauk keppni á samtals einu höggi yfir pari en næstu menn, Tiger Woods, Rory Sabbatini og Retief Goosen, léku samtals á þremur höggum yfir pari. Þetta er fyrsti sigur Johnson á stórmóti. Johnson skaust upp í sviðsljósið á lokahringnum í gær en lítið hafði farið fyrir honum á fyrstu þremur keppnisdögunum, þrátt fyrir að hann hafi aldrei verið langt á eftir næstu mönnum. Í gær lék hann á samtals þremur höggum undir pari og var það sérstaklega góður endasprettur sem tryggði honum á endanum sigurinn. Tiger Woods tók nokkra áhættu í leik sínum á lokasprettinum í gær, vitandi að það væri eini möguleiki hans til að ná Johnson, sem hafði lokið keppni nokkrum holum á undan Woods. Sá leikur gekk ekki upp og því náði Woods ekki að ógna Johnson að neinu viti. "Eins og þeir segja, risar þurfa að falla einhverntímann," sagði Johnson eftir mótið, og átti þar við sigur sinn á Tiger Woods. "Ég var í búningsklefanum mínum og horfði á Tiger undirbúa upphafshöggið á 18. braut. Ég hafði tveggja högga forskot en samt hafði ég trú á því að hann myndi ná mér. Tiger er náttúrulega fyrirbæri og undarlegri hlutir hafa gerst en að hann nái erni á lokaholunni," sagði Johnson. Tiger brást hins vegar bogalistin og náði aðeins pari á lokaholunni.
Golf Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira