Viðskipti erlent

Northern Rock fellur mikið í morgun

Hlutafé í breska bankanum Northern Rock hrapaði við opnun kauphallarinnar í London í morgun. Á aðeins 20 mínútum eftir opnun hafði hluturinn í bankanum fallið um 34% og stóð í 290 pensum.

Þar með halda vandræði Northern Rock áfram en fyrir helgina féllu hlutabréfin í bankanum um 43% og langar biðraðir mynduðust við útibú hans þar sem óttaslegnir viðskiptavinir tóku út inneignir sínar. Samkvæmt fregnm úr fjármálatíðindum í morgun munu margir stórir bankar nú íhuga yfirtöku á Northern Rock.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×