Sport

Verja Helgi og Ragna titlana?

Ragna Ingólfsdóttir hefur verið í miklu stuði í vetur.
Ragna Ingólfsdóttir hefur verið í miklu stuði í vetur. MYND/Vilhelm

Badminton Meistaramót Íslands í badminton fer fram í TBR-húsunum um helgina og þar munu 112 keppendur frá 7 félögum etja kappi.

Helgi Jóhannesson og Ragna Ingólfsdóttir urðu Íslandsmeistarar karla og kvenna í fyrra og þau eru bæði mætt aftur í góðu formi.

Ragna freistar þess að vinna fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð en hún erkomin upp í 49. sæti á heimslistanum og hefur spilað frábærlega í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×