„…deyr líka kvenveski lúið“ 13. október 2007 00:01 Þetta gerðist allt svo hratt. Skyndilega fannst fólki sjálfsagt að segja: „Ég er góð/ur" í staðinn fyrir „sama og þegið" eða „nei, takk". Mánaðarheiti voru skrifuð með stórum staf og engin ástæða þótti lengur til að þýða nöfn kvikmynda eða sjónvarpsþátta. Dansverk hétu nær undantekningarlaust enskum nöfnum. Engar mótbárur heyrðust. Loks barst sú ósk frá banka að enskunni yrði gert enn hærra undir höfði en nú þegar hefur verið gert. Ekki hefði átt að koma á óvart að hún bærist einmitt úr þeirri átt. Bankagjaldkerar voru strax í framvarðasveit þeirra sem tömdu sér kveðjuna: „Eigðu góðan dag" - bara svona til að varpa örugglega skugga á daginn hjá þeim sem þykir vænt um móðurmál sitt. Sparisjóðirnir styrkja barnatímann hans Sveppa á Stöð 2 og stendur í auglýsingunum: „Sparisjóðirnir færa þér Algjör Sveppi". Engin ástæða til fallbeyginga. Þær eru hvort sem er ekki til í ensku. Í einum af fyrstu þáttunum með Sveppa (eða á ég að segja með Sveppi?) sletti hann ensku með því að tala um „extremely" og að eitthvað væri alveg „beyond". Stöð 2 fékk fyrst sjónvarpsstöðva leikara til að lesa inn á teiknimyndir en nú er ætlast til að foreldrarnir sitji við hlið barnanna og þýði íslenska skemmtikraftinn. Undirlægjuháttur þjóðarinnar gagnvart enskunni varð Guðmundi Andra Thorssyni rithöfundi að umfjöllunarefni í pistli hér í Fréttablaðinu á mánudaginn. Þar segir: „Þegar tungumál hverfur þá hverfur með því heill heimur, hugsunarháttur, horf við veruleikanum og sögunni, verklag, heil siðmenning - auðlegð." Við lestur þessara orða fannst mér íslenskan vera orðin að lúinni handtösku í ljóði eftir Steinunni Sigurðardóttur en í Nokkrar gusur um dauðann og fleira stendur: „Þegar manneskja deyr þá deyr með henni heil hárgreiðsla/og ef það er gömul kona sem dó þá deyr líka kvenveski lúið/og handtökin við að opna veskið og róta í því." Það fara að verða forréttindi fyrir þessa þjóð að búa að hæfileikaríku fólki sem kann að leika sér með tungumálið, getur samið vandað barnaefni og þýtt erlend mál yfir á tilgerðarlausa íslensku. Þegar enginn kann lengur að meta þessa hæfileika eigum við eftir að rýna skilningsvana ofan í skjóðu sem enginn man lengur hvaðan kom og heyra berast af botni hennar sömu tvö orðin og langlífust hafa orðið í Vesturheimi; „amma" og „kleina". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun
Þetta gerðist allt svo hratt. Skyndilega fannst fólki sjálfsagt að segja: „Ég er góð/ur" í staðinn fyrir „sama og þegið" eða „nei, takk". Mánaðarheiti voru skrifuð með stórum staf og engin ástæða þótti lengur til að þýða nöfn kvikmynda eða sjónvarpsþátta. Dansverk hétu nær undantekningarlaust enskum nöfnum. Engar mótbárur heyrðust. Loks barst sú ósk frá banka að enskunni yrði gert enn hærra undir höfði en nú þegar hefur verið gert. Ekki hefði átt að koma á óvart að hún bærist einmitt úr þeirri átt. Bankagjaldkerar voru strax í framvarðasveit þeirra sem tömdu sér kveðjuna: „Eigðu góðan dag" - bara svona til að varpa örugglega skugga á daginn hjá þeim sem þykir vænt um móðurmál sitt. Sparisjóðirnir styrkja barnatímann hans Sveppa á Stöð 2 og stendur í auglýsingunum: „Sparisjóðirnir færa þér Algjör Sveppi". Engin ástæða til fallbeyginga. Þær eru hvort sem er ekki til í ensku. Í einum af fyrstu þáttunum með Sveppa (eða á ég að segja með Sveppi?) sletti hann ensku með því að tala um „extremely" og að eitthvað væri alveg „beyond". Stöð 2 fékk fyrst sjónvarpsstöðva leikara til að lesa inn á teiknimyndir en nú er ætlast til að foreldrarnir sitji við hlið barnanna og þýði íslenska skemmtikraftinn. Undirlægjuháttur þjóðarinnar gagnvart enskunni varð Guðmundi Andra Thorssyni rithöfundi að umfjöllunarefni í pistli hér í Fréttablaðinu á mánudaginn. Þar segir: „Þegar tungumál hverfur þá hverfur með því heill heimur, hugsunarháttur, horf við veruleikanum og sögunni, verklag, heil siðmenning - auðlegð." Við lestur þessara orða fannst mér íslenskan vera orðin að lúinni handtösku í ljóði eftir Steinunni Sigurðardóttur en í Nokkrar gusur um dauðann og fleira stendur: „Þegar manneskja deyr þá deyr með henni heil hárgreiðsla/og ef það er gömul kona sem dó þá deyr líka kvenveski lúið/og handtökin við að opna veskið og róta í því." Það fara að verða forréttindi fyrir þessa þjóð að búa að hæfileikaríku fólki sem kann að leika sér með tungumálið, getur samið vandað barnaefni og þýtt erlend mál yfir á tilgerðarlausa íslensku. Þegar enginn kann lengur að meta þessa hæfileika eigum við eftir að rýna skilningsvana ofan í skjóðu sem enginn man lengur hvaðan kom og heyra berast af botni hennar sömu tvö orðin og langlífust hafa orðið í Vesturheimi; „amma" og „kleina".
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun