Viðskipti innlent

Stærsta samfélagsverkefnið hingað til

Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri  RARIK, afhendir Benedikt Sigurðarsyni skjal sem staðfestir tuttugu milljóna króna framlag RARIK til Orkuvarðar hf.
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, afhendir Benedikt Sigurðarsyni skjal sem staðfestir tuttugu milljóna króna framlag RARIK til Orkuvarðar hf.

Í tilefni af sextíu ára afmæli RARIK tekur félagið nú þátt í stærsta samfélagsverkefni sínu hingað til. Stjórn þess hefur ákveðið að lagðar verði tuttugu milljónir króna í fyrirtækið Orkuvörð. Munu þær nýtast til stofnunar orkuskóla á Akureyri.

Í fréttatilkynningu frá RARIK segir að Orkuvörður ehf. hafi það eina hlutverk að stofna og reka sérhæfðan háskóla á sviði endurnýjanlegra orkugjafa, School for Renewable Energy. Mikil þekking sé nú þegar til staðar á sviði endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi. Með stofnun orkuskólans sé tryggt að landið verði áfram í forystuhlutverki í heiminum á sviði endurnýjanlegrar orku.

Undirbúningur að stofnun orkuskóla á Akureyri hefur staðið frá árinu 2004. Stefnt er að því þar verði boðið B.Sc.-nám í orkufræðum ásamt eins árs meistaranámi. Gert er ráð fyrir að skólinn hefji starfsemi haustið 2007. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×