Engin aðstaða fyrir börnin Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 19. desember 2007 00:01 Mörg fyrirtæki hér á landi hafa skýra stefnu um sveigjanleika gagnvart barnafólki. Stundum kemur fyrir að starfsfólk fyrirtækjanna þurfi að koma með börnin með sér í vinnuna. Aðstaðan fyrir þau er hins vegar af skornum skammti. Markaðurinn/GVA Við eigum góða að,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri greiningar Glitnis. Hann á fjögur börn, allt frá sex mánaða til ellefu ára, og er eiginkona hans í fæðingarorlofi. Sjálfur tók hann gott fæðingarorlof í sumar. „Lykillinn fyrir mann eins og mig er að hafa borið gæfu til að eiga konu sem er heimavinnandi eins og er og hefur verið í störfum með sveigjanlegan vinnutíma. Álagið á konuna mína er engu að síður miklu meira en á mig. Það er heljarinnar vinna,“ segir Almar, sem ferðast mikið til útlanda í tengslum við vinnuna. „En ég reyni að gera mitt besta, bæði að morgni dags og þegar eitthvað kemur upp á,“ segir hann en bætir við að mikilvægt sé að eiga góðan bakhjarl í öfum og ömmum barnanna. „Annars yrði þetta mjög erfitt.“ Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Póstsins, tekur í sama streng. Nokkrum sinnum komi fyrir að sjö ára sonur hennar þurfi að vera heima, svo sem á starfsdögum, í vetrarfríum og svo framvegis. „Hann á góðan afa og ömmu sem eru hætt að vinna og oft er hann þar,“ segir hún en bætir við að vetrarfrí, sem eru tvisvar á ári og ná yfir fimmtudaga og föstudaga, nýti fjölskyldan betur. „Þá nýtum við hluta af sumarfríunum okkar og förum eitthvert, skiptum um umhverfi og förum í bústað, út á land eða til útlanda,“ segir hún. Þau Almar og Katrín segja það skýrt markmið hjá fyrirtækjum sínum að barnafólk hafi sveigjanleika til að sinna fjölskyldu sinni og börnum. Oft komi fyrir að börn sjáist á vinnustaðnum. Almar tekur þó fram að það gerist iðulega utan háannatíma, oftast eftir lokun markaða klukkan fjögur. „Þetta er yfirleitt í skemmri tíma til að brúa ákveðið bil,“ segir Katrín. Þau segja bæði aðstöðuna hins vegar litla fyrir börn en í besta falli geti þau sest niður við tölvu og horft þar á mynddisk eða litað í bók. Þetta er í samræmi við það sem stjórnendur og starfsmenn annarra fyrirtækja sögðu í samtali við Markaðinn en mörg fyrirtæki, svo sem bankarnir og Pósturinn, fengu aðkeypta gæslu fyrir börn þegar verkföll voru í skólum fyrir nokkrum árum. Fá ef engin leikföng eru hins vegar til staðar fyrir börnin nema ef vera skyldi í húsakynnum Capacent en þar má finna dótakassa, að því er næst verður komist. Héðan og þaðan Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Við eigum góða að,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri greiningar Glitnis. Hann á fjögur börn, allt frá sex mánaða til ellefu ára, og er eiginkona hans í fæðingarorlofi. Sjálfur tók hann gott fæðingarorlof í sumar. „Lykillinn fyrir mann eins og mig er að hafa borið gæfu til að eiga konu sem er heimavinnandi eins og er og hefur verið í störfum með sveigjanlegan vinnutíma. Álagið á konuna mína er engu að síður miklu meira en á mig. Það er heljarinnar vinna,“ segir Almar, sem ferðast mikið til útlanda í tengslum við vinnuna. „En ég reyni að gera mitt besta, bæði að morgni dags og þegar eitthvað kemur upp á,“ segir hann en bætir við að mikilvægt sé að eiga góðan bakhjarl í öfum og ömmum barnanna. „Annars yrði þetta mjög erfitt.“ Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Póstsins, tekur í sama streng. Nokkrum sinnum komi fyrir að sjö ára sonur hennar þurfi að vera heima, svo sem á starfsdögum, í vetrarfríum og svo framvegis. „Hann á góðan afa og ömmu sem eru hætt að vinna og oft er hann þar,“ segir hún en bætir við að vetrarfrí, sem eru tvisvar á ári og ná yfir fimmtudaga og föstudaga, nýti fjölskyldan betur. „Þá nýtum við hluta af sumarfríunum okkar og förum eitthvert, skiptum um umhverfi og förum í bústað, út á land eða til útlanda,“ segir hún. Þau Almar og Katrín segja það skýrt markmið hjá fyrirtækjum sínum að barnafólk hafi sveigjanleika til að sinna fjölskyldu sinni og börnum. Oft komi fyrir að börn sjáist á vinnustaðnum. Almar tekur þó fram að það gerist iðulega utan háannatíma, oftast eftir lokun markaða klukkan fjögur. „Þetta er yfirleitt í skemmri tíma til að brúa ákveðið bil,“ segir Katrín. Þau segja bæði aðstöðuna hins vegar litla fyrir börn en í besta falli geti þau sest niður við tölvu og horft þar á mynddisk eða litað í bók. Þetta er í samræmi við það sem stjórnendur og starfsmenn annarra fyrirtækja sögðu í samtali við Markaðinn en mörg fyrirtæki, svo sem bankarnir og Pósturinn, fengu aðkeypta gæslu fyrir börn þegar verkföll voru í skólum fyrir nokkrum árum. Fá ef engin leikföng eru hins vegar til staðar fyrir börnin nema ef vera skyldi í húsakynnum Capacent en þar má finna dótakassa, að því er næst verður komist.
Héðan og þaðan Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira