Körfubolti

Tólf stiga tap KR í Tyrklandi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr viðureign KR og Banvit sem fram fór í DHL-höllinni.
Úr viðureign KR og Banvit sem fram fór í DHL-höllinni.

KR er úr leik í Evrópukeppninni í körfubolta en Vesturbæjarliðið tapaði í dag með tólf stiga mun fyrir Banvit BC í Tyrklandi.

Banvit vann fyrri leikinn hér á landi örugglega með sautján stiga mun og er komið áfram í sextán liða úrslit.

Leikurinn í dag endaði 95-83 fyrir heimamönnum. Staðan í hálfleik var 47-34. Joshua Helm skoraði 22 stig fyrir KR og tók tíu fráköst en Avi Vogel skoraði sextán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×