Viðskipti erlent

Century tapar 3,6 milljörðum

Century Aluminum tapaði 3,6 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi.
Century Aluminum tapaði 3,6 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi.

Bandaríska álfyrirtækið Century Aluminum tapaði 60,7 milljónum Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi. Það jafngildir 3,6 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar nam hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi í fyrra 45,8 milljónum Bandaríkjadala.



Tekjur Century námu 464 milljónum Bandaríkjadala. Þær jukust um 3,7 prósent frá fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Sá var metfjórðungur í sögu fyrirtækisins.



Century Aluminum er móðurfélag Norðuráls sem rekur álverið á Grundartanga. Félagið er skráð í bandarísku kauphöllina Nasdaq og í Kauphöll Ísland. Bréf félagsins lækkuðu um 5,3 prósent í Kauphöll Íslands í gær. Á Nasdaq í gær höfðu bréfin lækkað um rúm tvö prósent á hádegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×