Hvíld frá amstri fjármálaheimsins 7. nóvember 2007 00:01 Helga Hlín Hákonardóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Saga Capital og motocross-unnandi. Mynd / Unnar Helgason Frá blautu barnsbeini hefur Helga Hlín Hákonardóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs hjá Saga Capital Fjárfestingarbanka, verið viðloðandi vélhjól. Sem krakki lék hún sér á vélsleðum og fjórhjólum og hún var ekki lengi að fá sér mótorhjólapróf um leið og hún hafði aldur til. Í fyrrasumar prófaði hún motocross í fyrsta sinn og féll kylliflöt. „Motocrossið er mjög líkamlega krefjandi íþrótt. Ef maður er ekki í góðu formi þegar maður byrjar er maður fljótur að komast í það. Svo er þetta alveg óheyrilega gaman og ögrandi. Hvíldin frá amstri fjármálaheimsins og útrásin eru algjör. Þetta er mikil frelsun!“ Helga Hlín líkir hverju skipti við þá tilfinningu sem flestir muna eftir, að læra að hjóla á reiðhjóli. „Hvert skipti í motocrossinu er persónulegur sigur sem helst má líkja við að læra að hjóla. Maður er alltaf að sigrast á einhverju nýju. Það finnst mér alveg nauðsynlegt, annars verða hlutirnir fljótt leiðinlegir.“ Öll fjölskyldan deilir áhuga Helgu Hlínar á motocrossinu. Fjögur hjól sitja í bílskúrnum sem tilheyra Helgu Hlín, manni hennar, Unnari Sveini Helgasyni og eldri dóttur þeirra sem er fimmtán ára. Sú yngri, sem er ekki nema tveggja ára, hefur óbilandi áhuga á bleikum hjólum. Hún hefur ekki áhyggjur af áhuga dætranna. „Eldri dóttir mín hefur slasað sig oftar í handboltanum en ég í motocrossinu. Þessu fylgir mikill agi og bæði krakkar og fullorðnir þurfa því að sýna fyllstu virðingu við allar reglur. Svo er maður vel varinn. Maður losnar hins vegar ekki við lófastóra marbletti og skrámur. Þeir sem hafa ekki fengið marblett eða japlað á smá sandi síðan þeir voru níu ára eiga sjálfsagt lítið erindi í motocrossið.“ Héðan og þaðan Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Frá blautu barnsbeini hefur Helga Hlín Hákonardóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs hjá Saga Capital Fjárfestingarbanka, verið viðloðandi vélhjól. Sem krakki lék hún sér á vélsleðum og fjórhjólum og hún var ekki lengi að fá sér mótorhjólapróf um leið og hún hafði aldur til. Í fyrrasumar prófaði hún motocross í fyrsta sinn og féll kylliflöt. „Motocrossið er mjög líkamlega krefjandi íþrótt. Ef maður er ekki í góðu formi þegar maður byrjar er maður fljótur að komast í það. Svo er þetta alveg óheyrilega gaman og ögrandi. Hvíldin frá amstri fjármálaheimsins og útrásin eru algjör. Þetta er mikil frelsun!“ Helga Hlín líkir hverju skipti við þá tilfinningu sem flestir muna eftir, að læra að hjóla á reiðhjóli. „Hvert skipti í motocrossinu er persónulegur sigur sem helst má líkja við að læra að hjóla. Maður er alltaf að sigrast á einhverju nýju. Það finnst mér alveg nauðsynlegt, annars verða hlutirnir fljótt leiðinlegir.“ Öll fjölskyldan deilir áhuga Helgu Hlínar á motocrossinu. Fjögur hjól sitja í bílskúrnum sem tilheyra Helgu Hlín, manni hennar, Unnari Sveini Helgasyni og eldri dóttur þeirra sem er fimmtán ára. Sú yngri, sem er ekki nema tveggja ára, hefur óbilandi áhuga á bleikum hjólum. Hún hefur ekki áhyggjur af áhuga dætranna. „Eldri dóttir mín hefur slasað sig oftar í handboltanum en ég í motocrossinu. Þessu fylgir mikill agi og bæði krakkar og fullorðnir þurfa því að sýna fyllstu virðingu við allar reglur. Svo er maður vel varinn. Maður losnar hins vegar ekki við lófastóra marbletti og skrámur. Þeir sem hafa ekki fengið marblett eða japlað á smá sandi síðan þeir voru níu ára eiga sjálfsagt lítið erindi í motocrossið.“
Héðan og þaðan Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira