Umbreytingar framundan í lyfjaheiminum 4. apríl 2007 14:12 Björgólfur Thor Björgólfsson. Stjórn Actavis var sátt við að stjórnendur félagsins ákváðu að greiða ekki yfirverð fyrir bréf í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva þegar fyrirtækið barðist um þann bita við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr. Þetta sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður og einn stærsti hluthafi Actavis, á aðalfundi félagsins í dag. Björgólfur sagði spennandi tíma framundan og líkur á umbreytingum í lyfjaheiminum á árinu. Björgólfur fór meðal annars yfir síðasta ár í sögu Actavis og sagðist hafa orðið glaður þegar félagið hlaut Íslensku þekkingarverðlaunin, í þriðja sinn á fjórum árum í febrúar fyrir yfirburða þekkingu á sviði yfirtaka, sameininga og samþættinga. „Þar fékkst staðfest, sem ég reyndar vissi fyrir, að fyrirtækinu hefur tekist að þróa skilvirkar aðferðir við yfirtökur og ytri vöxt sem meðal annars hafa leitt til lægra framleiðsluverðs, aukinnar hagkvæmni við sölu og dreifingu og fjölbreyttara lyfjaúrvals. Ánægjulegast er þó að jafnhliða markvissum ytri vexti hefur innri vöxtur verið stöðugur og ber þar helst að þakka traustum og öruggum rekstri á öllum helstu starfseiningum fyrirtækisins," sagði Björgólfur. Varðandi yfirtökukapphlaupið við Barr um Pliva sagði Björgólfur að hefði orðið af kaupum Actavis á félaginu þá hefði verðið sem hefði þurft að greiða verið hærra en nokkru sinni var hægt að réttlæta. „Þar sýndu stjórnendur félagsins dómgreind og mikinn þroska sem aðeins eykur tiltrú á félaginu," sagði Björgólfur. Actavis er eitt nokkurra fyrirtækja sem hug hafa á kaupum á samheitalyfjahluta þýska lyfjaframleiðandans Merck. Björgólfur sagði spennandi tíma framundan og muni árið að líkindum verða ár umbreytinga í lyfjaheiminum en kom ekki að öðru leyti inn á viðskiptin í ávarpi sínu. „Ég hef fulla trú á að félagið nýti þau tækifæri sem gefast og að okkur muni miða vel áfram að því marki okkar að Actavis verði í hópi þriggja stærstu samheitalyfjafyrirtækja í heiminum," sagði hann. Ræðan er í heild sinni hér að neðan. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Stjórn Actavis var sátt við að stjórnendur félagsins ákváðu að greiða ekki yfirverð fyrir bréf í króatíska samheitalyfjafyrirtækið Pliva þegar fyrirtækið barðist um þann bita við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr. Þetta sagði Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður og einn stærsti hluthafi Actavis, á aðalfundi félagsins í dag. Björgólfur sagði spennandi tíma framundan og líkur á umbreytingum í lyfjaheiminum á árinu. Björgólfur fór meðal annars yfir síðasta ár í sögu Actavis og sagðist hafa orðið glaður þegar félagið hlaut Íslensku þekkingarverðlaunin, í þriðja sinn á fjórum árum í febrúar fyrir yfirburða þekkingu á sviði yfirtaka, sameininga og samþættinga. „Þar fékkst staðfest, sem ég reyndar vissi fyrir, að fyrirtækinu hefur tekist að þróa skilvirkar aðferðir við yfirtökur og ytri vöxt sem meðal annars hafa leitt til lægra framleiðsluverðs, aukinnar hagkvæmni við sölu og dreifingu og fjölbreyttara lyfjaúrvals. Ánægjulegast er þó að jafnhliða markvissum ytri vexti hefur innri vöxtur verið stöðugur og ber þar helst að þakka traustum og öruggum rekstri á öllum helstu starfseiningum fyrirtækisins," sagði Björgólfur. Varðandi yfirtökukapphlaupið við Barr um Pliva sagði Björgólfur að hefði orðið af kaupum Actavis á félaginu þá hefði verðið sem hefði þurft að greiða verið hærra en nokkru sinni var hægt að réttlæta. „Þar sýndu stjórnendur félagsins dómgreind og mikinn þroska sem aðeins eykur tiltrú á félaginu," sagði Björgólfur. Actavis er eitt nokkurra fyrirtækja sem hug hafa á kaupum á samheitalyfjahluta þýska lyfjaframleiðandans Merck. Björgólfur sagði spennandi tíma framundan og muni árið að líkindum verða ár umbreytinga í lyfjaheiminum en kom ekki að öðru leyti inn á viðskiptin í ávarpi sínu. „Ég hef fulla trú á að félagið nýti þau tækifæri sem gefast og að okkur muni miða vel áfram að því marki okkar að Actavis verði í hópi þriggja stærstu samheitalyfjafyrirtækja í heiminum," sagði hann. Ræðan er í heild sinni hér að neðan.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Samstarf Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira