Leikur að læra... líka í MBA-námi 18. apríl 2007 00:01 Siggeir Vilhjálmsson, Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir og Atli Björn Bragason, nemendur í MBA-námi við Háskóla Íslands, spá í næsta leik. MYND/Heiða Nemendur í rekstrarstjórnun MBA-náms í Háskóla Íslands hafa á þessari önn sökkt sér ofan í tölvuleiki af sömu ákefð og leikjaglaðir unglingar. Skemmtun er þó ekki aðalhugmyndin að baki þeirra leikjum. Hún fylgir frekar með í kaupunum, í einhverjum tilfellum að minnsta kosti. Tilefnið er samkeppni hópa á milli í rekstrarstjórnun í MBA-námi í Háskóla Íslands. „Það skemmtilegasta við að nota leiki við kennslu er að það virkar svo hvetjandi á nemendur,“ segir Ingjaldur Hannibalsson, prófessor í rekstrarstjórnun við Háskóla Íslands. „Þar að auki eykur það samstillingu milli hópmeðlima að vinna að sameiginlegu markmiði.“ Leikir eru títt notaðir í bandarískum háskólum við kennslu í rekstrarstjórnun, að sögn Ingjalds. Hönnuður leiksins sem notaður er í Háskóla Íslands byrjaði að þróa hugmyndina þegar hann var kennari við Stanford-háskóla. Eftir að hafa séð hversu vel hún reyndist stofnaði hann fyrirtæki sem hann rekur nú undir nafninu Littlefield Technologies og tileinkað er leikjum til kennslu. Þúsundir nemenda víðs vegar um heim hafa nýtt sér kosti leikjanna. Á heimasíðu fyrirtækisins er verksmiðjuhermir sem nemendurnir nýta. Þeir keppa í hópum um hver nær bestum árangri við stýringu framleiðslumagns og birgðastýringu miðað við breytilega eftirspurn. Allt er þetta spurning um að hámarka hagnað með sem minnstum tilkostnaði. „Þetta er mun meira hvetjandi aðferð en að reikna dæmi upp úr kennslubók. Þar að auki er engin ein leið rétt í rekstrarstjórnun. Það hversu vel nemendur ná að stýra ferlinu í leiknum sýnir þeim svart á hvítu hversu góðir rekstrarstjórnendur þeir eru,“ segir Ingjaldur. Nemendur sem blaðamaður Markaðurins hitti voru Ingjaldi sammála um ágæti leiksins. Sögðu þeir aðferðirnar sambærilegar við þær sem notaðar eru í alvöru rekstri. Verkefnið snerist um að nýta fjármagn með þeim hætti að úr því næðist sem mest arðsemi. Þeir viðurkenndu að grimm samkeppni hefði ríkt hópa á milli á meðan á leikjunum stóð og mikil leynd ríkt um leikaðferðir. Þannig er það líka í raunheimum eins og nemendurnir þekkja enda búa langflestir MBA-nema yfir töluverðri starfsreynslu. Héðan og þaðan Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Nemendur í rekstrarstjórnun MBA-náms í Háskóla Íslands hafa á þessari önn sökkt sér ofan í tölvuleiki af sömu ákefð og leikjaglaðir unglingar. Skemmtun er þó ekki aðalhugmyndin að baki þeirra leikjum. Hún fylgir frekar með í kaupunum, í einhverjum tilfellum að minnsta kosti. Tilefnið er samkeppni hópa á milli í rekstrarstjórnun í MBA-námi í Háskóla Íslands. „Það skemmtilegasta við að nota leiki við kennslu er að það virkar svo hvetjandi á nemendur,“ segir Ingjaldur Hannibalsson, prófessor í rekstrarstjórnun við Háskóla Íslands. „Þar að auki eykur það samstillingu milli hópmeðlima að vinna að sameiginlegu markmiði.“ Leikir eru títt notaðir í bandarískum háskólum við kennslu í rekstrarstjórnun, að sögn Ingjalds. Hönnuður leiksins sem notaður er í Háskóla Íslands byrjaði að þróa hugmyndina þegar hann var kennari við Stanford-háskóla. Eftir að hafa séð hversu vel hún reyndist stofnaði hann fyrirtæki sem hann rekur nú undir nafninu Littlefield Technologies og tileinkað er leikjum til kennslu. Þúsundir nemenda víðs vegar um heim hafa nýtt sér kosti leikjanna. Á heimasíðu fyrirtækisins er verksmiðjuhermir sem nemendurnir nýta. Þeir keppa í hópum um hver nær bestum árangri við stýringu framleiðslumagns og birgðastýringu miðað við breytilega eftirspurn. Allt er þetta spurning um að hámarka hagnað með sem minnstum tilkostnaði. „Þetta er mun meira hvetjandi aðferð en að reikna dæmi upp úr kennslubók. Þar að auki er engin ein leið rétt í rekstrarstjórnun. Það hversu vel nemendur ná að stýra ferlinu í leiknum sýnir þeim svart á hvítu hversu góðir rekstrarstjórnendur þeir eru,“ segir Ingjaldur. Nemendur sem blaðamaður Markaðurins hitti voru Ingjaldi sammála um ágæti leiksins. Sögðu þeir aðferðirnar sambærilegar við þær sem notaðar eru í alvöru rekstri. Verkefnið snerist um að nýta fjármagn með þeim hætti að úr því næðist sem mest arðsemi. Þeir viðurkenndu að grimm samkeppni hefði ríkt hópa á milli á meðan á leikjunum stóð og mikil leynd ríkt um leikaðferðir. Þannig er það líka í raunheimum eins og nemendurnir þekkja enda búa langflestir MBA-nema yfir töluverðri starfsreynslu.
Héðan og þaðan Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira