Viðskipti innlent

RE/MAX og Vodafone semja

Að lokinni samningsundirritun Hödd Vilhjálmsdóttir, söluráðgjafi á fyrirtækjasviði Vodafone, og Lilja Björk Ketilsdóttir, framkvæmdastjóri RE/MAX á Íslandi, takast í hendur. Að baki þeim standa fulltrúar RE/MAX.
Að lokinni samningsundirritun Hödd Vilhjálmsdóttir, söluráðgjafi á fyrirtækjasviði Vodafone, og Lilja Björk Ketilsdóttir, framkvæmdastjóri RE/MAX á Íslandi, takast í hendur. Að baki þeim standa fulltrúar RE/MAX.

Fasteignasalan RE/MAX skrifaði nýlega undir samning við Vodafone á Íslandi um heildar­fjarskiptaþjónustu fyrirtækis­ins. Samningurinn gildir til næstu þriggja ára og nær til hefðbundinnar símaþjónustu, farsíma- og gagnatenginga við allar fasteignasölur sem starfa undir merkjum RE/MAX hér á landi.

Hjá RE/MAX starfa um 170 manns á tólf fasteignasölum á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ og á Selfossi. Munu tvær sölur bætast við á þessu ári.

Í fréttatilkynningu frá RE/MAX kemur fram að umsvif keðjunnar hafi aukist gríðarlega. Meira en fjórðungur allra fasteigna sem ganga kaupum og sölum á höfuðborgarsvæðinu fari í gegnum fasteignasöluna.

Í tilkynningunni segir að samningurinn við Vodafone sé í takt við þá stefnu stjórnenda RE/MAX að sjá hverri fasteignasölu fyrir hagkvæmri grunnþjónustu og heppilegum lausnum. Þannig gefist fasteignasölunum meiri tími til að einbeita sér að því að þjóna viðskiptavinum við að kaupa og selja fasteignir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×