Tölvupóstþjónusta Microsoft, Hotmail hefur stækkað geymslupláss sitt í 5GB, sem færir þá nokkrum gígabætum framúr keppinautnum Gmail frá Google. Yahoo Mail er þó enn fremst í flokki með ótakmarkað geymslupláss.
En uppfærslan á Hotmail felur þó fleira í sér en aukið geymslupláss. Nýju uppfærslurnar innihalda meðal annars öflugari síu gegn ruslpósti og stuðning við fleiri tungumál, þó ekki íslensku eins og Gmail býður uppá. Hotmail mun einnig eiga að verða hraðvirkara þegar uppfærslurnar verða virkar á næstu vikum.