KR tapaði fyrir tyrkneska liðinu Banvit BK 79-96 í DHL-höllinni. Þetta var fyrri leikur liðanna í Evrópukeppni félagsliða í körfubolta. Fyrirfram var reiknað með erfiðum leik fyrir KR-inga og sú varð raunin. Þeir munu í næstu viku leika síðari leikinn í Tyrklandi.
Joshua Helm var stigahæstur í liði KR en hann skoraði tuttugu stig. Avi Fogel kom næstur með átján stig. Hjá gestunum skoraði Donnell Harvey 24.