Viðskiptatryggð margborgar sig 19. desember 2007 00:01 Fyrirtæki verða að vera vakandi fyrir því að halda tryggð við viðskiptavini sína og sjá hag í því að efla viðskiptatryggð með ýmsu móti," segir Júlíus Valdimarsson, framkvæmdastjóri Lausna, markaðsfyrirtækis sem sérhæfir sig í aðstoð við fyrirtæki, stofnanir og aðra við að greina þarfir og væntingar viðskiptavina. Lausnir luku nýverið við könnun á svonefndri viðskiptatryggð. Stuðst var við við úrtak 150 stjórnenda stórra og meðalstórra fyrirtækja hér á landi. Svarhlutfall var 76 prósent, sem merkir að 114 svöruðu. Í könnuninni kemur fram að mikill meirihluti þátttakenda hafi unnið að því skipulega eða keypt þjónustu, gagngert til þess að halda í viðskiptavini sína. Júlíus segir könnunina sýna að þeir sem hafi beitt skipulögðum aðgerðum sem þessum hafi séð mikinn árangur. Nokkrir þættir skipti máli, svo sem aukin samskipti við viðskiptavini, kannanir, námskeið og fleira í þeim dúr. „Menn og fyrirtæki eru farin að tengja sig betur viðskiptavininum," segir hann og leggur áherslu á mikilvægi þessa. Í könnuninni kemur sömuleiðis fram að stjórnendur margra fyrirtækja telja að fyrirtæki þeirra tapi sem nemi fimm prósentum af heildartekjum vegna tapaðra viðskiptavina. Þetta er eðlilega mishátt en getur numið allt að 50 milljónum króna hjá fyrirtæki sem er með tekjur upp á einn milljarð króna. Upphæðin eykst svo í hlutfalli við tekjurnar. Júlíus segir að þarna sé í fyrsta sinn kominn verðmiði á tapaða viðskiptavini. „Fyrir brot af 50 milljónum er hægt að gera mjög vel við viðskiptavinina," segir hann. Júlíus segir að þegar viðskiptavinir yfirgefi fyrirtæki verði þau að leita leiða til að afla nýrra í þeirra stað. Það geti hins vegar orðið ærið dýrkeypt, að sögn Júlíusar, sem bendir á bandaríska könnun dr. Pauls R. Timms, eins af þekktustu fyrirlesurum í heimi á sviði stjórnunar, að kostnaðurinn geti orðið fimmfalt hærri en að halda í viðskiptavinina. „Það er því arðbær fjárfesting hjá fyrirtækjum að halda í viðskiptavini sína og gera vel við þá," segir hann. - jab Héðan og þaðan Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Fyrirtæki verða að vera vakandi fyrir því að halda tryggð við viðskiptavini sína og sjá hag í því að efla viðskiptatryggð með ýmsu móti," segir Júlíus Valdimarsson, framkvæmdastjóri Lausna, markaðsfyrirtækis sem sérhæfir sig í aðstoð við fyrirtæki, stofnanir og aðra við að greina þarfir og væntingar viðskiptavina. Lausnir luku nýverið við könnun á svonefndri viðskiptatryggð. Stuðst var við við úrtak 150 stjórnenda stórra og meðalstórra fyrirtækja hér á landi. Svarhlutfall var 76 prósent, sem merkir að 114 svöruðu. Í könnuninni kemur fram að mikill meirihluti þátttakenda hafi unnið að því skipulega eða keypt þjónustu, gagngert til þess að halda í viðskiptavini sína. Júlíus segir könnunina sýna að þeir sem hafi beitt skipulögðum aðgerðum sem þessum hafi séð mikinn árangur. Nokkrir þættir skipti máli, svo sem aukin samskipti við viðskiptavini, kannanir, námskeið og fleira í þeim dúr. „Menn og fyrirtæki eru farin að tengja sig betur viðskiptavininum," segir hann og leggur áherslu á mikilvægi þessa. Í könnuninni kemur sömuleiðis fram að stjórnendur margra fyrirtækja telja að fyrirtæki þeirra tapi sem nemi fimm prósentum af heildartekjum vegna tapaðra viðskiptavina. Þetta er eðlilega mishátt en getur numið allt að 50 milljónum króna hjá fyrirtæki sem er með tekjur upp á einn milljarð króna. Upphæðin eykst svo í hlutfalli við tekjurnar. Júlíus segir að þarna sé í fyrsta sinn kominn verðmiði á tapaða viðskiptavini. „Fyrir brot af 50 milljónum er hægt að gera mjög vel við viðskiptavinina," segir hann. Júlíus segir að þegar viðskiptavinir yfirgefi fyrirtæki verði þau að leita leiða til að afla nýrra í þeirra stað. Það geti hins vegar orðið ærið dýrkeypt, að sögn Júlíusar, sem bendir á bandaríska könnun dr. Pauls R. Timms, eins af þekktustu fyrirlesurum í heimi á sviði stjórnunar, að kostnaðurinn geti orðið fimmfalt hærri en að halda í viðskiptavinina. „Það er því arðbær fjárfesting hjá fyrirtækjum að halda í viðskiptavini sína og gera vel við þá," segir hann. - jab
Héðan og þaðan Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira