SPRON hefur afhent styrki til einstaklinga fyrir 1,8 milljón króna. Sjö hlutu námsstyrki fyrir samtals 1,2 milljónir króna en auk þess voru veittir aðrir styrkir samtals að upphæð 625 þúsund krónur, vegna brúðkaupa, stórafmæla, fæðinga og ferðalaga.
Fimm fengu námsmannastyrki að upphæð tvö hundruð þúsund krónur hver og tveir fengu námslokastyrki að upphæð eitt hundrað þúsund krónur hvor. Styrkina hlutu þær Sigríður Kristín Sæmundsdóttir, Jenný Haraldsdóttir, Björg Magnúsdóttir, Rut Gunnarsdóttir, Hildur Arnardóttir, Ragnheiður Valdimarsdóttir og Guðný Gréta Guðnadóttir.
Alls bárust sparisjóðnum rúmlega 180 umsóknir um námsmannastyrki.
„Við úthlutun styrkjanna var tekið mið af námsárangri umsækjenda, námsvali, framsetningu umsóknar og framtíðaráformum," segir í tilkynningu frá SPRON.