Ólík sýn á hagvöxt 13. júní 2007 06:00 Vísitala neysluverð hækkaði um 0,52 prósent frá maí og jafngildir því að verðbólga lækkar úr 4,7 prósentum í 4,0 prósent á ársgrundvelli í þessum mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands sem birtir voru í gær. Hækkunin er í lægri kantinum en spár flestra greiningardeilda viðskiptabankanna hljóðuðu upp á en þær gerðu ráð fyrir allt frá 0,4 til 0,8 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs á milli mánaða. Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 1,9 prósent á milli mánaða og skrifast það á hækkun markaðsverð á húsnæði. Þetta er samhljóða spám greiningardeildanna, sem sögðu óvissuþættina verða húsnæðisliði og verð á eldsneyti, sem geti sveiflast á milli mánaða. Bankarnir spá því að verðbólga muni lækka nokkuð á haustdögum en mjakast svo upp á ný. Verðbólga muni þó vera yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands fram á næsta ár. Þetta er nokkuð samhljóða áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu efnahagsmála sem kynnt var í byrjun vikunnar. Í álitinu segir að þvert á væntingar hafi ekki dregið nægilega úr innlendri eftirspurn. Er því búist við 2-3 prósenta hagvexti á árinu og 1 prósents hagvexti á næsta ári. Verði hann drifinn áfram af einkaneyslu og stórauknum útflutningi. Samdráttur muni svo gæta á næsta ári og greiðslubyrgði aukast. Lúðvík Elíasson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir eftirspurnarhliðina á markaðnum ótrúlega sterka, ekki síst á fasteignamarkaði. Þótt öðru hverju sé útlit fyrir að draga ætli úr eftirspurn sé ætíð eitthvað sem hamli. „Það kemur alltaf eitthvað nýtt inn," segir hann og bendir á ýmsa lánamöguleika sem fasteignakaupendum bjóðist, jafnt í innlendum og erlendum gjaldmiðlum. Ekki bæti Íbúðalánasjóður úr skák en hann hafi komið til móts við hugsanlega hægingu á fasteignamarkaði með ýmsum aðgerðum. Lúðvík undrast engu að síður þær tölur sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur fram. „Ég veit ekki hvar þeir sjá hagvöxtinn," segir Lúðvík en greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir 0,5 prósentustiga hagvexti á þessu ári. Ég held að þeir séu að reikna með því að krafturinn í innlendu eftirspurninni muni halda áfram. Við reiknum hins vegar með að aðeins fari að kreppa að hjá fólki og draga úr neyslu á þessu ári," segir hann. Jón Bjarki Bentson, sérfræðingur hjá greiningardeild Glitnis, er sammála Lúðvík að annað hljóð sé í strokki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en heyrst hafi fram til þessa. Greiningardeild Glitnis spáði 1,5 prósenta hagvexti á þessu ári en 3,5 prósenta á næsta ári. „Þeir gætu hæglega haft nokkuð til síns máls því okkur sýnist að miðað við þróunina frá í mars hafi hagkerfið kólnað hægar en gert hafi verið ráð fyrir. Þá má gera ráð fyrir að lok hagsveiflunnar færist aftar í tíma en við spáðum," segir Jón og bætir við að óvissan í hagspám ársins sé uppá við. Því geti hagvöxtur hæglega orðið meiri en upphaflega var talið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Vísitala neysluverð hækkaði um 0,52 prósent frá maí og jafngildir því að verðbólga lækkar úr 4,7 prósentum í 4,0 prósent á ársgrundvelli í þessum mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands sem birtir voru í gær. Hækkunin er í lægri kantinum en spár flestra greiningardeilda viðskiptabankanna hljóðuðu upp á en þær gerðu ráð fyrir allt frá 0,4 til 0,8 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs á milli mánaða. Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 1,9 prósent á milli mánaða og skrifast það á hækkun markaðsverð á húsnæði. Þetta er samhljóða spám greiningardeildanna, sem sögðu óvissuþættina verða húsnæðisliði og verð á eldsneyti, sem geti sveiflast á milli mánaða. Bankarnir spá því að verðbólga muni lækka nokkuð á haustdögum en mjakast svo upp á ný. Verðbólga muni þó vera yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands fram á næsta ár. Þetta er nokkuð samhljóða áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu efnahagsmála sem kynnt var í byrjun vikunnar. Í álitinu segir að þvert á væntingar hafi ekki dregið nægilega úr innlendri eftirspurn. Er því búist við 2-3 prósenta hagvexti á árinu og 1 prósents hagvexti á næsta ári. Verði hann drifinn áfram af einkaneyslu og stórauknum útflutningi. Samdráttur muni svo gæta á næsta ári og greiðslubyrgði aukast. Lúðvík Elíasson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir eftirspurnarhliðina á markaðnum ótrúlega sterka, ekki síst á fasteignamarkaði. Þótt öðru hverju sé útlit fyrir að draga ætli úr eftirspurn sé ætíð eitthvað sem hamli. „Það kemur alltaf eitthvað nýtt inn," segir hann og bendir á ýmsa lánamöguleika sem fasteignakaupendum bjóðist, jafnt í innlendum og erlendum gjaldmiðlum. Ekki bæti Íbúðalánasjóður úr skák en hann hafi komið til móts við hugsanlega hægingu á fasteignamarkaði með ýmsum aðgerðum. Lúðvík undrast engu að síður þær tölur sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur fram. „Ég veit ekki hvar þeir sjá hagvöxtinn," segir Lúðvík en greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir 0,5 prósentustiga hagvexti á þessu ári. Ég held að þeir séu að reikna með því að krafturinn í innlendu eftirspurninni muni halda áfram. Við reiknum hins vegar með að aðeins fari að kreppa að hjá fólki og draga úr neyslu á þessu ári," segir hann. Jón Bjarki Bentson, sérfræðingur hjá greiningardeild Glitnis, er sammála Lúðvík að annað hljóð sé í strokki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en heyrst hafi fram til þessa. Greiningardeild Glitnis spáði 1,5 prósenta hagvexti á þessu ári en 3,5 prósenta á næsta ári. „Þeir gætu hæglega haft nokkuð til síns máls því okkur sýnist að miðað við þróunina frá í mars hafi hagkerfið kólnað hægar en gert hafi verið ráð fyrir. Þá má gera ráð fyrir að lok hagsveiflunnar færist aftar í tíma en við spáðum," segir Jón og bætir við að óvissan í hagspám ársins sé uppá við. Því geti hagvöxtur hæglega orðið meiri en upphaflega var talið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira