Ólík sýn á hagvöxt 13. júní 2007 06:00 Vísitala neysluverð hækkaði um 0,52 prósent frá maí og jafngildir því að verðbólga lækkar úr 4,7 prósentum í 4,0 prósent á ársgrundvelli í þessum mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands sem birtir voru í gær. Hækkunin er í lægri kantinum en spár flestra greiningardeilda viðskiptabankanna hljóðuðu upp á en þær gerðu ráð fyrir allt frá 0,4 til 0,8 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs á milli mánaða. Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 1,9 prósent á milli mánaða og skrifast það á hækkun markaðsverð á húsnæði. Þetta er samhljóða spám greiningardeildanna, sem sögðu óvissuþættina verða húsnæðisliði og verð á eldsneyti, sem geti sveiflast á milli mánaða. Bankarnir spá því að verðbólga muni lækka nokkuð á haustdögum en mjakast svo upp á ný. Verðbólga muni þó vera yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands fram á næsta ár. Þetta er nokkuð samhljóða áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu efnahagsmála sem kynnt var í byrjun vikunnar. Í álitinu segir að þvert á væntingar hafi ekki dregið nægilega úr innlendri eftirspurn. Er því búist við 2-3 prósenta hagvexti á árinu og 1 prósents hagvexti á næsta ári. Verði hann drifinn áfram af einkaneyslu og stórauknum útflutningi. Samdráttur muni svo gæta á næsta ári og greiðslubyrgði aukast. Lúðvík Elíasson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir eftirspurnarhliðina á markaðnum ótrúlega sterka, ekki síst á fasteignamarkaði. Þótt öðru hverju sé útlit fyrir að draga ætli úr eftirspurn sé ætíð eitthvað sem hamli. „Það kemur alltaf eitthvað nýtt inn," segir hann og bendir á ýmsa lánamöguleika sem fasteignakaupendum bjóðist, jafnt í innlendum og erlendum gjaldmiðlum. Ekki bæti Íbúðalánasjóður úr skák en hann hafi komið til móts við hugsanlega hægingu á fasteignamarkaði með ýmsum aðgerðum. Lúðvík undrast engu að síður þær tölur sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur fram. „Ég veit ekki hvar þeir sjá hagvöxtinn," segir Lúðvík en greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir 0,5 prósentustiga hagvexti á þessu ári. Ég held að þeir séu að reikna með því að krafturinn í innlendu eftirspurninni muni halda áfram. Við reiknum hins vegar með að aðeins fari að kreppa að hjá fólki og draga úr neyslu á þessu ári," segir hann. Jón Bjarki Bentson, sérfræðingur hjá greiningardeild Glitnis, er sammála Lúðvík að annað hljóð sé í strokki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en heyrst hafi fram til þessa. Greiningardeild Glitnis spáði 1,5 prósenta hagvexti á þessu ári en 3,5 prósenta á næsta ári. „Þeir gætu hæglega haft nokkuð til síns máls því okkur sýnist að miðað við þróunina frá í mars hafi hagkerfið kólnað hægar en gert hafi verið ráð fyrir. Þá má gera ráð fyrir að lok hagsveiflunnar færist aftar í tíma en við spáðum," segir Jón og bætir við að óvissan í hagspám ársins sé uppá við. Því geti hagvöxtur hæglega orðið meiri en upphaflega var talið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Vísitala neysluverð hækkaði um 0,52 prósent frá maí og jafngildir því að verðbólga lækkar úr 4,7 prósentum í 4,0 prósent á ársgrundvelli í þessum mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands sem birtir voru í gær. Hækkunin er í lægri kantinum en spár flestra greiningardeilda viðskiptabankanna hljóðuðu upp á en þær gerðu ráð fyrir allt frá 0,4 til 0,8 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs á milli mánaða. Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 1,9 prósent á milli mánaða og skrifast það á hækkun markaðsverð á húsnæði. Þetta er samhljóða spám greiningardeildanna, sem sögðu óvissuþættina verða húsnæðisliði og verð á eldsneyti, sem geti sveiflast á milli mánaða. Bankarnir spá því að verðbólga muni lækka nokkuð á haustdögum en mjakast svo upp á ný. Verðbólga muni þó vera yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands fram á næsta ár. Þetta er nokkuð samhljóða áliti Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu efnahagsmála sem kynnt var í byrjun vikunnar. Í álitinu segir að þvert á væntingar hafi ekki dregið nægilega úr innlendri eftirspurn. Er því búist við 2-3 prósenta hagvexti á árinu og 1 prósents hagvexti á næsta ári. Verði hann drifinn áfram af einkaneyslu og stórauknum útflutningi. Samdráttur muni svo gæta á næsta ári og greiðslubyrgði aukast. Lúðvík Elíasson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir eftirspurnarhliðina á markaðnum ótrúlega sterka, ekki síst á fasteignamarkaði. Þótt öðru hverju sé útlit fyrir að draga ætli úr eftirspurn sé ætíð eitthvað sem hamli. „Það kemur alltaf eitthvað nýtt inn," segir hann og bendir á ýmsa lánamöguleika sem fasteignakaupendum bjóðist, jafnt í innlendum og erlendum gjaldmiðlum. Ekki bæti Íbúðalánasjóður úr skák en hann hafi komið til móts við hugsanlega hægingu á fasteignamarkaði með ýmsum aðgerðum. Lúðvík undrast engu að síður þær tölur sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur fram. „Ég veit ekki hvar þeir sjá hagvöxtinn," segir Lúðvík en greiningardeild Landsbankans gerir ráð fyrir 0,5 prósentustiga hagvexti á þessu ári. Ég held að þeir séu að reikna með því að krafturinn í innlendu eftirspurninni muni halda áfram. Við reiknum hins vegar með að aðeins fari að kreppa að hjá fólki og draga úr neyslu á þessu ári," segir hann. Jón Bjarki Bentson, sérfræðingur hjá greiningardeild Glitnis, er sammála Lúðvík að annað hljóð sé í strokki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en heyrst hafi fram til þessa. Greiningardeild Glitnis spáði 1,5 prósenta hagvexti á þessu ári en 3,5 prósenta á næsta ári. „Þeir gætu hæglega haft nokkuð til síns máls því okkur sýnist að miðað við þróunina frá í mars hafi hagkerfið kólnað hægar en gert hafi verið ráð fyrir. Þá má gera ráð fyrir að lok hagsveiflunnar færist aftar í tíma en við spáðum," segir Jón og bætir við að óvissan í hagspám ársins sé uppá við. Því geti hagvöxtur hæglega orðið meiri en upphaflega var talið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira