Kjarklitlir sveitarstjórnarmenn Guðbrandur Einarsson skrifar 16. nóvember 2007 07:00 Á ársfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var sl. laugardag afhenti Hannes Friðriksson, íbúi í Reykjanesbæ, undirskriftir þúsunda íbúa hér á svæðinu. Með undirskrift sinni voru íbúar að hvetja sveitarstjórnarmenn til þess að standa vörð um Hitaveitu Suðurnesja og leggja áherslu á mikilvægi þess að hún yrði í meirihlutaeigu sveitarfélaga. Umsjónaraðili undirskriftarsöfnunarinnar óskaði eftir að fá að koma á ársfundinn og afhenda undirskriftirnar þar vegna þess að á ársfundinum voru nánast allir sveitarstjórnarmenn Suðurnesja samankomnir og því mikið vald falið í slíkum fundi. Það er skemmst frá því að segja að tekið var á móti þessum undirskriftum af algjöru virðingarleysi. Sveitarstjórnarmönnum var smalað inn í rútu og keyrðir burtu í vettvangsferð á meðan afhendingin fór fram og urðu því ekkert varir við hana. Fráfarandi stjórn tók við undirskriftunum í litlu bakherbergi og tókst með því að gera þennan atburð að engu. Það var ekki fyrr en undir liðnum önnur mál sem hægt var að taka málið á dagskrá og þá var það gert að undirlagi undirritaðs sem lagði fram eftirfarandi tillögu: Aðalfundur SSS samþykkir að kjörin verði nefnd tveggja fulltrúa frá hverju sveitarfélagi sem hlut eiga í HS, einn fulltrúa frá meirihluta og einn fulltrúa frá minnihluta. Nefndinni verði falið það verkefni að leita leiða til þess að koma til móts við óskir íbúa sem birtast í þessari undirskriftarsöfnun sé þess nokkur kostur. Umræður um þessa tillögu urðu engar, heldur lagði bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem er klókur maður, það til að tillögunni yrði vísað til stjórnar. Hann vissi mæta vel að með því var hann að ónýta tillöguna, þar sem stjórn SSS hefur ekkert um málið að segja, en aðalfundurinn með þátttöku 95% sveitarstjórnarmanna hafði töluvert með málið að gera. Einnig var hægt að forða sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum frá óþægilegri umræðu um mál sem þeir hafa gjörsamlega klúðrað og fékk því tillaga bæjarstjórans rússneskan stuðning. Vegna þessa atburðar og vegna þess að sveitarstjórnarmenn eru ekki tilbúnir til að ræða sameiginlega málefni Hitaveitu Suðurnesja vil ég leggja fram eftirfarandi spurningar, sem ég hefði kosið að ræddar hefðu verið í hópi sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum en á því reyndist ekki nokkur áhugi. 1. Hvers vegna nýttu önnur sveitarfélög en Reykjanesbær og Hafnarfjörður sér ekki forkaupsrétt við sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja? 2. Hvaða ástæður lágu að baki þeirri ákvörðun að selja nánast allan hlut sinn í HS? Voru þessar ástæður fjárhagslegs eðlis eða lágu einhverjar aðrar ástæður þar að baki? 3. Hvers vegna töldu Grindvíkingar nauðsynlegt að kalla saman bæjarráð sveitarfélaganna á Suðurnesjum til að ræða málefni Kölku, en sáu ekki ástæðu til þess að óska eftir sams konar fundi þegar ákveðið var að selja Hitaveitu Suðurnesja? 4. Eru bæjarfulltrúar í öðrum sveitarfélögum en Reykjanesbæ enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að selja eignarhluti sveitarfélaga sinna í HS í ljósi þeirrar atburðarásar sem átt hefur sér stað frá því í júlí sl. og telja þeir hagsmuni íbúa sinna byggðarlaga tryggða með því eignarhaldi sem nú er á HS? 5. Hvernig telja bæjarfulltrúar að því yrði tekið, ef sú staða kæmi upp að sveitarfélögunum gæfist kostur á því að auka við hlut sinn í HS með það að markmiði að Hitaveitu Suðurnesja yrði aftur komið í meirihlutaeigu sveitarfélaganna? Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum þurfa ekki að svara mér, til þess hafa þeir engar skyldur, en ég hvet íbúa á Suðurnesjum til þess að spyrja kjörna fulltrúa sína þessara spurninga. Að standa að móttöku undirskrifta með þessum hætti og forðast umræðu um málið er algjör niðurlæging fyrir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum og gerir það að verkum að ég mun algjörlega endurmeta hugmyndir mínar um gildi og hlutverk samstarfs sveitarfélaga á Suðurnesjum. Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á ársfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var sl. laugardag afhenti Hannes Friðriksson, íbúi í Reykjanesbæ, undirskriftir þúsunda íbúa hér á svæðinu. Með undirskrift sinni voru íbúar að hvetja sveitarstjórnarmenn til þess að standa vörð um Hitaveitu Suðurnesja og leggja áherslu á mikilvægi þess að hún yrði í meirihlutaeigu sveitarfélaga. Umsjónaraðili undirskriftarsöfnunarinnar óskaði eftir að fá að koma á ársfundinn og afhenda undirskriftirnar þar vegna þess að á ársfundinum voru nánast allir sveitarstjórnarmenn Suðurnesja samankomnir og því mikið vald falið í slíkum fundi. Það er skemmst frá því að segja að tekið var á móti þessum undirskriftum af algjöru virðingarleysi. Sveitarstjórnarmönnum var smalað inn í rútu og keyrðir burtu í vettvangsferð á meðan afhendingin fór fram og urðu því ekkert varir við hana. Fráfarandi stjórn tók við undirskriftunum í litlu bakherbergi og tókst með því að gera þennan atburð að engu. Það var ekki fyrr en undir liðnum önnur mál sem hægt var að taka málið á dagskrá og þá var það gert að undirlagi undirritaðs sem lagði fram eftirfarandi tillögu: Aðalfundur SSS samþykkir að kjörin verði nefnd tveggja fulltrúa frá hverju sveitarfélagi sem hlut eiga í HS, einn fulltrúa frá meirihluta og einn fulltrúa frá minnihluta. Nefndinni verði falið það verkefni að leita leiða til þess að koma til móts við óskir íbúa sem birtast í þessari undirskriftarsöfnun sé þess nokkur kostur. Umræður um þessa tillögu urðu engar, heldur lagði bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sem er klókur maður, það til að tillögunni yrði vísað til stjórnar. Hann vissi mæta vel að með því var hann að ónýta tillöguna, þar sem stjórn SSS hefur ekkert um málið að segja, en aðalfundurinn með þátttöku 95% sveitarstjórnarmanna hafði töluvert með málið að gera. Einnig var hægt að forða sveitarstjórnarmönnum á Suðurnesjum frá óþægilegri umræðu um mál sem þeir hafa gjörsamlega klúðrað og fékk því tillaga bæjarstjórans rússneskan stuðning. Vegna þessa atburðar og vegna þess að sveitarstjórnarmenn eru ekki tilbúnir til að ræða sameiginlega málefni Hitaveitu Suðurnesja vil ég leggja fram eftirfarandi spurningar, sem ég hefði kosið að ræddar hefðu verið í hópi sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum en á því reyndist ekki nokkur áhugi. 1. Hvers vegna nýttu önnur sveitarfélög en Reykjanesbær og Hafnarfjörður sér ekki forkaupsrétt við sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja? 2. Hvaða ástæður lágu að baki þeirri ákvörðun að selja nánast allan hlut sinn í HS? Voru þessar ástæður fjárhagslegs eðlis eða lágu einhverjar aðrar ástæður þar að baki? 3. Hvers vegna töldu Grindvíkingar nauðsynlegt að kalla saman bæjarráð sveitarfélaganna á Suðurnesjum til að ræða málefni Kölku, en sáu ekki ástæðu til þess að óska eftir sams konar fundi þegar ákveðið var að selja Hitaveitu Suðurnesja? 4. Eru bæjarfulltrúar í öðrum sveitarfélögum en Reykjanesbæ enn þeirrar skoðunar að rétt hafi verið að selja eignarhluti sveitarfélaga sinna í HS í ljósi þeirrar atburðarásar sem átt hefur sér stað frá því í júlí sl. og telja þeir hagsmuni íbúa sinna byggðarlaga tryggða með því eignarhaldi sem nú er á HS? 5. Hvernig telja bæjarfulltrúar að því yrði tekið, ef sú staða kæmi upp að sveitarfélögunum gæfist kostur á því að auka við hlut sinn í HS með það að markmiði að Hitaveitu Suðurnesja yrði aftur komið í meirihlutaeigu sveitarfélaganna? Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum þurfa ekki að svara mér, til þess hafa þeir engar skyldur, en ég hvet íbúa á Suðurnesjum til þess að spyrja kjörna fulltrúa sína þessara spurninga. Að standa að móttöku undirskrifta með þessum hætti og forðast umræðu um málið er algjör niðurlæging fyrir sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum og gerir það að verkum að ég mun algjörlega endurmeta hugmyndir mínar um gildi og hlutverk samstarfs sveitarfélaga á Suðurnesjum. Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar