Flokksræfilsháttur Davíð Þór Jónsson skrifar 14. október 2007 00:01 Flokksræfilsháttur íslenskra stjórnmálamanna hefur nú endanlega gengið af stjórnmálaáhuga mínum dauðum. Ekkert er metið hlutlægt, engrar samkvæmni gætir, allt er skilið samkvæmt hagsmunum flokksins. Í kjölfar síðustu borgarstjórnarkosninga fór að halla undan fæti. Þá kölluðu sjálfstæðismenn næstverstu útreiðina í sögu sinni „glæsilegan kosningasigur". Sú staðreynd að R-listaflokkarnir skyldu ekki tapa neinu fylgi, þrátt fyrir vandræðaganginn sem einkenndi allt kjörtímabilið, var auðvitað í augum sjálfstæðismanna engin vísbending um að þrátt fyrir allt nytu R-listaflokkarnir óbreytts trausts kjósenda. Eftir síðustu alþingiskosningar syrti enn í álinn. Þá var fylgistap Samfylkingar kallað „varnarsigur" þar á bæ, rétt eins og ríkisstjórnir sæki á stjórnarandstöðu en ekki öfugt. Metið á þó Guðlaugur Þór, sem í sjónvarpsviðtali fyrir nokkrum árum kallaði eins atkvæðis sigur Vöku í Háskólakosningum „glæsilegan". Hvernig er eiginlega sigur sem er „ekkert sérstaklega glæsilegur"? Frétt vikunnar var síðan hrein revía. Dagur B. Eggertsson, sem gagnrýndi síðustu borgarstjórn fyrir að vera mynduð um völd en ekki málefni, reið á vaðið með að svara því, aðspurður hvort nýi meirihlutinn væri ekki myndaður á nákvæmlega sama hátt, að undir þessum kringumstæðum giltu allt önnur viðmið. Auðvitað var öllum ljóst að eina breytingin var hvorum megin borðsins Dagur sjálfur sat. Sjálfstæðismenn vændu Björn Inga um siðleysi fyrir að koma eins fram við sig og þeir komu sjálfir fram við Ólaf F. í fyrra og fyrir að stjórnast af hagsmunum sem var í lagi að hann stjórnaðist af á meðan hann var í samstarfi við þá. Svo veinuðu þeir að vanda að margra flokka stjórn gæfist aldrei vel, þrátt fyrir að Reykvíkingar hafi í raun endurkjörið R-listann þótt hann væri ekki í framboði. Ómar sá aðeins sterka stöðu Margrétar, Valgerður kænsku Björns Inga og UVG þótti atburðarásin í heild eingöngu afhjúpa Svandísi sem hinn raunverulega leiðtoga í borginni. Er von að maður nenni ekki að vera með? Ég óska Reykvíkingum til hamingju með nýja borgarstjórn og nýjum borgarstjóra velfarnaðar í starfi. Um leið þakka ég fráfarandi meirihluta góð verk, einkum strætókortin. Þau eru Sjálfstæðisflokknum til fágæts sóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun
Flokksræfilsháttur íslenskra stjórnmálamanna hefur nú endanlega gengið af stjórnmálaáhuga mínum dauðum. Ekkert er metið hlutlægt, engrar samkvæmni gætir, allt er skilið samkvæmt hagsmunum flokksins. Í kjölfar síðustu borgarstjórnarkosninga fór að halla undan fæti. Þá kölluðu sjálfstæðismenn næstverstu útreiðina í sögu sinni „glæsilegan kosningasigur". Sú staðreynd að R-listaflokkarnir skyldu ekki tapa neinu fylgi, þrátt fyrir vandræðaganginn sem einkenndi allt kjörtímabilið, var auðvitað í augum sjálfstæðismanna engin vísbending um að þrátt fyrir allt nytu R-listaflokkarnir óbreytts trausts kjósenda. Eftir síðustu alþingiskosningar syrti enn í álinn. Þá var fylgistap Samfylkingar kallað „varnarsigur" þar á bæ, rétt eins og ríkisstjórnir sæki á stjórnarandstöðu en ekki öfugt. Metið á þó Guðlaugur Þór, sem í sjónvarpsviðtali fyrir nokkrum árum kallaði eins atkvæðis sigur Vöku í Háskólakosningum „glæsilegan". Hvernig er eiginlega sigur sem er „ekkert sérstaklega glæsilegur"? Frétt vikunnar var síðan hrein revía. Dagur B. Eggertsson, sem gagnrýndi síðustu borgarstjórn fyrir að vera mynduð um völd en ekki málefni, reið á vaðið með að svara því, aðspurður hvort nýi meirihlutinn væri ekki myndaður á nákvæmlega sama hátt, að undir þessum kringumstæðum giltu allt önnur viðmið. Auðvitað var öllum ljóst að eina breytingin var hvorum megin borðsins Dagur sjálfur sat. Sjálfstæðismenn vændu Björn Inga um siðleysi fyrir að koma eins fram við sig og þeir komu sjálfir fram við Ólaf F. í fyrra og fyrir að stjórnast af hagsmunum sem var í lagi að hann stjórnaðist af á meðan hann var í samstarfi við þá. Svo veinuðu þeir að vanda að margra flokka stjórn gæfist aldrei vel, þrátt fyrir að Reykvíkingar hafi í raun endurkjörið R-listann þótt hann væri ekki í framboði. Ómar sá aðeins sterka stöðu Margrétar, Valgerður kænsku Björns Inga og UVG þótti atburðarásin í heild eingöngu afhjúpa Svandísi sem hinn raunverulega leiðtoga í borginni. Er von að maður nenni ekki að vera með? Ég óska Reykvíkingum til hamingju með nýja borgarstjórn og nýjum borgarstjóra velfarnaðar í starfi. Um leið þakka ég fráfarandi meirihluta góð verk, einkum strætókortin. Þau eru Sjálfstæðisflokknum til fágæts sóma.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun