Velditilfinninganna 16. september 2007 00:01 Í síðustu viku heyrði ég mætan mann fullyrða að vitræn umræða um trúmál sé í skötulíki á Íslandi, fólk geri ekki annað en að „skiptast á tilfinningum". Mér þóttu þetta stór orð, því í mínum huga er trú fyrst og fremst tilfinning en ekki niðurstaða fræðilegrar rökleiðslu. Hvernig er hægt að gera lítið úr mikilvægi trúartilfinningarinnar? Þetta kvöld var ný auglýsing fyrir þriðju kynslóð farsíma frumsýnd - eins og eftir pöntun - og þá áttaði ég mig á því hvað átt var við. Í kjölfarið kepptust menn nefnilega við að lýsa því hvað þeim „fannst" um auglýsinguna, hvort hún særði „trúartilfinningu" þeirra eða ekki. Jafnvel fulltrúar kirkjunnar tjáðu sig um auglýsinguna út frá tilfinningum sínum, en engri þeirra fjölmörgu áhugaverðu pælinga sem hún býður upp á, nánast eins og þeir hafi útskrifast úr Háskóla Íslands sem tilfinningaverur en ekki sem fræðimenn. Það gildir nefnilega einu hvað séra eða herra Pétri eða Páli „finnst". Á Íslandi rúmast 300.000 misólíkar tilfinningar til trúar og kristni. Sem betur fer búum við í landi þar sem hver og einn hefur rétt til að finnast það sem honum sýnist. Það er jafnfráleitt að miða tjáningarfrelsið við tilfinningalíf kirkjunnar manna og að miða það við mitt, mömmu eða Jóa í hinum endanum. Þeirra tilfinningar eru hvorki réttmætari né merkilegri en mínar, mömmu eða Jóa. Tilfinningar þeirra gefa þeim enga sérstöðu. Hins vegar eiga þeir að búa yfir þekkingu sem hvorki ég, mamma né Jói í hinum endanum höfum. Hvernig væri að miðla okkur frekar af henni? Hverju hefði símtalið breytt? Vissi Jesús þetta ekki fyrir? Langaði hann til að ganga út í opinn dauðann? Af hverju er hann reiðubúinn til þess? Fyrir hvað fórnaði hann sér? Sannleikann? Mannkynið? Af hverju er Júdas að segja brandara? Svíkur hann Jesú fyrir peningana eða til að koma sér í mjúkinn hjá þotuliðinu? Var það guðleg forsjón að Síminn skyldi líka fara flatt á því að skipta við Júdas og auglýsa Krist sem viðskiptavin samkeppnisaðilans? Hverju ert þú reiðubúinn til að fórna fyrir sannleikann? En fyrir vinsældir? Hverja ert þú reiðubúinn til að svíkja fyrir velþóknun yfirvaldsins? Mikill guðfræðingur er Jón Gnarr. Hvar eru hinir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Í síðustu viku heyrði ég mætan mann fullyrða að vitræn umræða um trúmál sé í skötulíki á Íslandi, fólk geri ekki annað en að „skiptast á tilfinningum". Mér þóttu þetta stór orð, því í mínum huga er trú fyrst og fremst tilfinning en ekki niðurstaða fræðilegrar rökleiðslu. Hvernig er hægt að gera lítið úr mikilvægi trúartilfinningarinnar? Þetta kvöld var ný auglýsing fyrir þriðju kynslóð farsíma frumsýnd - eins og eftir pöntun - og þá áttaði ég mig á því hvað átt var við. Í kjölfarið kepptust menn nefnilega við að lýsa því hvað þeim „fannst" um auglýsinguna, hvort hún særði „trúartilfinningu" þeirra eða ekki. Jafnvel fulltrúar kirkjunnar tjáðu sig um auglýsinguna út frá tilfinningum sínum, en engri þeirra fjölmörgu áhugaverðu pælinga sem hún býður upp á, nánast eins og þeir hafi útskrifast úr Háskóla Íslands sem tilfinningaverur en ekki sem fræðimenn. Það gildir nefnilega einu hvað séra eða herra Pétri eða Páli „finnst". Á Íslandi rúmast 300.000 misólíkar tilfinningar til trúar og kristni. Sem betur fer búum við í landi þar sem hver og einn hefur rétt til að finnast það sem honum sýnist. Það er jafnfráleitt að miða tjáningarfrelsið við tilfinningalíf kirkjunnar manna og að miða það við mitt, mömmu eða Jóa í hinum endanum. Þeirra tilfinningar eru hvorki réttmætari né merkilegri en mínar, mömmu eða Jóa. Tilfinningar þeirra gefa þeim enga sérstöðu. Hins vegar eiga þeir að búa yfir þekkingu sem hvorki ég, mamma né Jói í hinum endanum höfum. Hvernig væri að miðla okkur frekar af henni? Hverju hefði símtalið breytt? Vissi Jesús þetta ekki fyrir? Langaði hann til að ganga út í opinn dauðann? Af hverju er hann reiðubúinn til þess? Fyrir hvað fórnaði hann sér? Sannleikann? Mannkynið? Af hverju er Júdas að segja brandara? Svíkur hann Jesú fyrir peningana eða til að koma sér í mjúkinn hjá þotuliðinu? Var það guðleg forsjón að Síminn skyldi líka fara flatt á því að skipta við Júdas og auglýsa Krist sem viðskiptavin samkeppnisaðilans? Hverju ert þú reiðubúinn til að fórna fyrir sannleikann? En fyrir vinsældir? Hverja ert þú reiðubúinn til að svíkja fyrir velþóknun yfirvaldsins? Mikill guðfræðingur er Jón Gnarr. Hvar eru hinir?
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun