Snert viðkvæma taug 8. ágúst 2007 00:01 Eitt af því sem ég hef lært sem fjárfestir er það að setja hluta af peningunum mínum á þá staði sem flestir telja að muni hækka í framtíðinni. Þess vegna hafa peningarnir mínir farið úr íslenskum eignum yfir í erlendan gjaldeyri, færeyska og skandinavíska banka, evrópsk drykkjarfyrirtæki, fasteignir í Mið-Evrópu og svo framvegis. Eins og stemningin er núna er ólíklegt að krónan verði aftur eins sterk og hún var fyrir nokkrum vikum þegar ég lá í sólinni við Spaníustrendur. Það voru allir að kveina yfir því hversu sterk hún væri orðin eins og sást bersýnilega í sjónvarpinu og blöðunum þar sem annar hver útflytjandi fékk að gráta. Ég er ekki frá því að þessi grátkór hafi snert viðkvæma taug en sem sannur fjárfestir reyni ég sem minnst að móta fjárfestingar mínar út frá tilfinningum. Svo féll hún auðvitað hratt eins og gerist alltaf í okkar litla landi. Já, ég gat farið með bros á vör inn í verslunarmannahelgina vitandi það að erlendar eignir mínar voru á uppleið. Það kom svo sem ekki á óvart að snillingarnir í Danske Bank kæmu svo fram á sjónarsviðið nú þegar krónan og íslensku bankarnir fóru að gefa eftir. Þar helgar tilgangurinn meðalið, bankinn að reyna að réttlæta dapra fjárfestingaráðgjöf til viðskiptavina. Þá sé ég ekki hlutabréfamarkaðinn fyrir mér nærri hæstu hæðum í bráð, enda ættu allflestir að vera sáttir við þá ávöxtun sem hefur boðist. Þar með er ekki sagt að öll tækifærin séu fyrir bí á Íslandi. Ég er spenntur fyrir litlu fjármálafyrirtækjunum, hvort sem það eru sparisjóðir eða smærri fjárfestingarbankar, og tel að mikill skriður verði á þeim. SPRON gefur þar tóninn með skráningu í Kauphöllina í haust. Spákaupmaðurinn á horninu. Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Eitt af því sem ég hef lært sem fjárfestir er það að setja hluta af peningunum mínum á þá staði sem flestir telja að muni hækka í framtíðinni. Þess vegna hafa peningarnir mínir farið úr íslenskum eignum yfir í erlendan gjaldeyri, færeyska og skandinavíska banka, evrópsk drykkjarfyrirtæki, fasteignir í Mið-Evrópu og svo framvegis. Eins og stemningin er núna er ólíklegt að krónan verði aftur eins sterk og hún var fyrir nokkrum vikum þegar ég lá í sólinni við Spaníustrendur. Það voru allir að kveina yfir því hversu sterk hún væri orðin eins og sást bersýnilega í sjónvarpinu og blöðunum þar sem annar hver útflytjandi fékk að gráta. Ég er ekki frá því að þessi grátkór hafi snert viðkvæma taug en sem sannur fjárfestir reyni ég sem minnst að móta fjárfestingar mínar út frá tilfinningum. Svo féll hún auðvitað hratt eins og gerist alltaf í okkar litla landi. Já, ég gat farið með bros á vör inn í verslunarmannahelgina vitandi það að erlendar eignir mínar voru á uppleið. Það kom svo sem ekki á óvart að snillingarnir í Danske Bank kæmu svo fram á sjónarsviðið nú þegar krónan og íslensku bankarnir fóru að gefa eftir. Þar helgar tilgangurinn meðalið, bankinn að reyna að réttlæta dapra fjárfestingaráðgjöf til viðskiptavina. Þá sé ég ekki hlutabréfamarkaðinn fyrir mér nærri hæstu hæðum í bráð, enda ættu allflestir að vera sáttir við þá ávöxtun sem hefur boðist. Þar með er ekki sagt að öll tækifærin séu fyrir bí á Íslandi. Ég er spenntur fyrir litlu fjármálafyrirtækjunum, hvort sem það eru sparisjóðir eða smærri fjárfestingarbankar, og tel að mikill skriður verði á þeim. SPRON gefur þar tóninn með skráningu í Kauphöllina í haust. Spákaupmaðurinn á horninu.
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira