Erlendir séfræðingar CCP nauðsynlegir 5. september 2007 00:01 Helgi Már Þórðarson Starfsmannastjóri CCP MYND/Valli „Við erum að flytja sérfræðingana hingað til Íslands í bílförmum,“ segir Helgi Már Þórðarson, starfsmannastjóri CCP, án þess að ýkja verulega. CCP kæmist ekki af öðruvísi en að ráða erlenda starfsmenn. Jafnvel þegar auglýst er hér á landi sækja fáir með réttu reynsluna og menntunina um. Því hefur félagið atvinnumiðlanir á sínum snærum erlendis til að leita að rétta fólkinu. „Við þurfum gríðarlega mikið af fólki sem hefur mikla reynslu. Þetta fólk er ekki alltaf til hér á landi,“ segir Helgi. Það var upp úr árinu 2004 sem CCP fór markvisst að leita út fyrir landsteinana eftir sérfræðingum. Félagið er sprottið upp úr hugbúnaðarfyrirtækinu Oz. Hjá því starfa því margir fyrrum Oz-arar, bæði íslenskir og erlendir. Margir þeirra fóru þó úr landi um aldamótin þegar netbólan sprakk. Undanfarið hafa þeir margir hins vegar snúið aftur því nú finna þeir störf við sitt hæfi hjá CCP. Hjá CCP hefur um nokkurt skeið verið nokkurs konar lærlingaprógramm í gangi. Í tengslum við það koma margir sérfræðinganna hingað. „Við höfum mjög greiðan aðgang að fólki víða um heim sem er tilbúið að vinna sem sjálfboðaliðar, til dæmis við að prófa tölvuleikinn og leita að villum í honum. Þetta eru um tvö til þrjú hundruð manns. Af þessu fólki veljum við reglulega þau bestu og bjóðum þeim að koma til Íslands og vinna hér í þrjá til sex mánuði. Ef þau standa sig vel bjóðum við þeim fullt starf.“ Helgi segir CCP sjá um að útvega starfsfólkinu það sem þurfi, þar á meðal kennitölu, bankareikning og skattkort, auk allra leyfa og húsnæðis. „Við leggjum mikið upp úr því að sjá um fólkið frá A til Ö. Hér á staðnum getur það nálgast lækni, nuddara, hjúkrunarkonu og hárgreiðslukonu.“ Helgi segir töluvert umstang fylgja því að útvega allt það sem erlenda starfsmenn kunni að skorta. Það hefur tekið CCP um sex mánuði að fá atvinnu- og dvalarleyfi fyrir starfsmenn utan EES og hefur það verið fyrirtækinu til ama. Helgi er hins vegar bjartsýnn á að breytinga sé að vænta. „Við höfum átt mjög gott samstarf bæði við Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun. Allir eru sammála um að það sé nauðsynlegt að einfalda kerfið og það er allt á réttri leið.“ Erlendir sérfræðingar sem starfa hjá CCP eru frá rúmlega tuttugu löndum. Flestir þeirra eru frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins en margir þeirra koma frá Bandaríkjunum og Asíu. Í heildina eru færri Íslendingar en útlendingar við störf hjá fyrirtækinu. Það hlutfall er enn að skekkjast því nú stendur yfir ráðning hundrað manns í Bandaríkjunum og yfir tuttugu í Kína. Helgi telur fjölda starfsmanna á Íslandi verða kominn yfir tvö hundruð í lok þessa árs. Ekki er því útlit fyrir að straumur erlendra sérfræðinga til Íslands á vegum CCP minnki í nánustu framtíð. Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira
„Við erum að flytja sérfræðingana hingað til Íslands í bílförmum,“ segir Helgi Már Þórðarson, starfsmannastjóri CCP, án þess að ýkja verulega. CCP kæmist ekki af öðruvísi en að ráða erlenda starfsmenn. Jafnvel þegar auglýst er hér á landi sækja fáir með réttu reynsluna og menntunina um. Því hefur félagið atvinnumiðlanir á sínum snærum erlendis til að leita að rétta fólkinu. „Við þurfum gríðarlega mikið af fólki sem hefur mikla reynslu. Þetta fólk er ekki alltaf til hér á landi,“ segir Helgi. Það var upp úr árinu 2004 sem CCP fór markvisst að leita út fyrir landsteinana eftir sérfræðingum. Félagið er sprottið upp úr hugbúnaðarfyrirtækinu Oz. Hjá því starfa því margir fyrrum Oz-arar, bæði íslenskir og erlendir. Margir þeirra fóru þó úr landi um aldamótin þegar netbólan sprakk. Undanfarið hafa þeir margir hins vegar snúið aftur því nú finna þeir störf við sitt hæfi hjá CCP. Hjá CCP hefur um nokkurt skeið verið nokkurs konar lærlingaprógramm í gangi. Í tengslum við það koma margir sérfræðinganna hingað. „Við höfum mjög greiðan aðgang að fólki víða um heim sem er tilbúið að vinna sem sjálfboðaliðar, til dæmis við að prófa tölvuleikinn og leita að villum í honum. Þetta eru um tvö til þrjú hundruð manns. Af þessu fólki veljum við reglulega þau bestu og bjóðum þeim að koma til Íslands og vinna hér í þrjá til sex mánuði. Ef þau standa sig vel bjóðum við þeim fullt starf.“ Helgi segir CCP sjá um að útvega starfsfólkinu það sem þurfi, þar á meðal kennitölu, bankareikning og skattkort, auk allra leyfa og húsnæðis. „Við leggjum mikið upp úr því að sjá um fólkið frá A til Ö. Hér á staðnum getur það nálgast lækni, nuddara, hjúkrunarkonu og hárgreiðslukonu.“ Helgi segir töluvert umstang fylgja því að útvega allt það sem erlenda starfsmenn kunni að skorta. Það hefur tekið CCP um sex mánuði að fá atvinnu- og dvalarleyfi fyrir starfsmenn utan EES og hefur það verið fyrirtækinu til ama. Helgi er hins vegar bjartsýnn á að breytinga sé að vænta. „Við höfum átt mjög gott samstarf bæði við Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun. Allir eru sammála um að það sé nauðsynlegt að einfalda kerfið og það er allt á réttri leið.“ Erlendir sérfræðingar sem starfa hjá CCP eru frá rúmlega tuttugu löndum. Flestir þeirra eru frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins en margir þeirra koma frá Bandaríkjunum og Asíu. Í heildina eru færri Íslendingar en útlendingar við störf hjá fyrirtækinu. Það hlutfall er enn að skekkjast því nú stendur yfir ráðning hundrað manns í Bandaríkjunum og yfir tuttugu í Kína. Helgi telur fjölda starfsmanna á Íslandi verða kominn yfir tvö hundruð í lok þessa árs. Ekki er því útlit fyrir að straumur erlendra sérfræðinga til Íslands á vegum CCP minnki í nánustu framtíð.
Undir smásjánni Úttekt Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Sjá meira