Erlent

Lögðu veg í bakgarði konu

Pólsk kona sneri aftur úr sumarfríi og komst að því að bæjar­yfirvöld höfðu byggt umferðareyju og lagt veg í gegnum bakgarðinn hennar.

Hin 48 ára gamla Alicja Ziemowit kvartaði, en var sagt að samkvæmt nýjum lögum mættu bæjaryfirvöld nota einkalóðir til að leggja vegi án samþykkis eigandans og án þess að þurfa að greiða skaðabætur.

„Ég veit ekki hvað hún er að kvarta,“ sagði talsmaður bæjarins. „Það er ekki mikil umferð og hún kemst auðveldlega í garðinn sinn. Hún á ennþá landið, það er bara vegur á því núna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×