Viljum alls ekki missa Valdimar 17. júlí 2007 01:00 Handknattleiksmaðurinn Valdimar Þórsson, sem gekk í raðir Fram í lok síðasta mánaðar, gæti verið á förum til sænska úrvalsdeildarliðsins HK Malmö. Sænskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að samningur við leikmanninn væru nánast frágenginn og að aðeins formsatriði yrði að fá undirskrift. Valdimar sagði við Fréttablaðið í gær að sá fréttaflutningur væri ekki réttur, þó svo að hann hefði rætt við Malmö og litist vel á það sem félagið hefði að bjóða. Fyrst af öllu þarf Malmö hins vegar að ná samkomulagi við Fram um kaupverð á Valdimari. „Þetta er fjarri því að vera klappað og klárt en við erum í viðræðum við félagið," segir Jón Eggert Hallsson, formaður handknattleiksdeildar Fram. „Við stöndum ekki í vegi fyrir leikmönnum okkar að fara út en að sjálfsögðu viljum við ekki missa Valdimar. Við erum að reyna að búa til alvöru lið og viljum halda okkar bestu mönnum," bætti Jón Eggert við. Í nýundirrituðum samning Valdimars og Fram er kveðið á um ákveðna upphæð sem þarf til að losa leikmanninn frá samningnum. „Miðað við þann tíma sem ég hef verið hjá liðinu er hægt að segja að þetta verði ágætis ávöxtun fyrir Framara," segir Valdimar. Malmö vann sér sæti í úrvalsdeildinni fyrir þessa leiktíð og ætlar sér stóra hluti á næstu árum. Fyrrum landsliðsmaður Svía, Per Carlén, þjálfar liðið og hefur þegar fengið til sín nokkra öfluga leikmenn, þar á meðal íslenska varnartröllið Guðlaug Arnarson. Valdimar viðurkennir að hann sé spenntur fyrir því að fara til Svíþjóðar. „Ég var eiginlega búinn að gefa atvinnumennskuna frá mér en þetta gæti verið góður kostur. Það er mikill metnaður í liðinu og Malmö er góður staður sem hentar vel fyrir fjölskylduna," segir Valdimar, en hann fór á sína fyrstu æfingu með Fram í gærkvöldi. Hver veit nema sú æfing verði hans eina með liðinu. Olís-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Handknattleiksmaðurinn Valdimar Þórsson, sem gekk í raðir Fram í lok síðasta mánaðar, gæti verið á förum til sænska úrvalsdeildarliðsins HK Malmö. Sænskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að samningur við leikmanninn væru nánast frágenginn og að aðeins formsatriði yrði að fá undirskrift. Valdimar sagði við Fréttablaðið í gær að sá fréttaflutningur væri ekki réttur, þó svo að hann hefði rætt við Malmö og litist vel á það sem félagið hefði að bjóða. Fyrst af öllu þarf Malmö hins vegar að ná samkomulagi við Fram um kaupverð á Valdimari. „Þetta er fjarri því að vera klappað og klárt en við erum í viðræðum við félagið," segir Jón Eggert Hallsson, formaður handknattleiksdeildar Fram. „Við stöndum ekki í vegi fyrir leikmönnum okkar að fara út en að sjálfsögðu viljum við ekki missa Valdimar. Við erum að reyna að búa til alvöru lið og viljum halda okkar bestu mönnum," bætti Jón Eggert við. Í nýundirrituðum samning Valdimars og Fram er kveðið á um ákveðna upphæð sem þarf til að losa leikmanninn frá samningnum. „Miðað við þann tíma sem ég hef verið hjá liðinu er hægt að segja að þetta verði ágætis ávöxtun fyrir Framara," segir Valdimar. Malmö vann sér sæti í úrvalsdeildinni fyrir þessa leiktíð og ætlar sér stóra hluti á næstu árum. Fyrrum landsliðsmaður Svía, Per Carlén, þjálfar liðið og hefur þegar fengið til sín nokkra öfluga leikmenn, þar á meðal íslenska varnartröllið Guðlaug Arnarson. Valdimar viðurkennir að hann sé spenntur fyrir því að fara til Svíþjóðar. „Ég var eiginlega búinn að gefa atvinnumennskuna frá mér en þetta gæti verið góður kostur. Það er mikill metnaður í liðinu og Malmö er góður staður sem hentar vel fyrir fjölskylduna," segir Valdimar, en hann fór á sína fyrstu æfingu með Fram í gærkvöldi. Hver veit nema sú æfing verði hans eina með liðinu.
Olís-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira