Viljum alls ekki missa Valdimar 17. júlí 2007 01:00 Handknattleiksmaðurinn Valdimar Þórsson, sem gekk í raðir Fram í lok síðasta mánaðar, gæti verið á förum til sænska úrvalsdeildarliðsins HK Malmö. Sænskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að samningur við leikmanninn væru nánast frágenginn og að aðeins formsatriði yrði að fá undirskrift. Valdimar sagði við Fréttablaðið í gær að sá fréttaflutningur væri ekki réttur, þó svo að hann hefði rætt við Malmö og litist vel á það sem félagið hefði að bjóða. Fyrst af öllu þarf Malmö hins vegar að ná samkomulagi við Fram um kaupverð á Valdimari. „Þetta er fjarri því að vera klappað og klárt en við erum í viðræðum við félagið," segir Jón Eggert Hallsson, formaður handknattleiksdeildar Fram. „Við stöndum ekki í vegi fyrir leikmönnum okkar að fara út en að sjálfsögðu viljum við ekki missa Valdimar. Við erum að reyna að búa til alvöru lið og viljum halda okkar bestu mönnum," bætti Jón Eggert við. Í nýundirrituðum samning Valdimars og Fram er kveðið á um ákveðna upphæð sem þarf til að losa leikmanninn frá samningnum. „Miðað við þann tíma sem ég hef verið hjá liðinu er hægt að segja að þetta verði ágætis ávöxtun fyrir Framara," segir Valdimar. Malmö vann sér sæti í úrvalsdeildinni fyrir þessa leiktíð og ætlar sér stóra hluti á næstu árum. Fyrrum landsliðsmaður Svía, Per Carlén, þjálfar liðið og hefur þegar fengið til sín nokkra öfluga leikmenn, þar á meðal íslenska varnartröllið Guðlaug Arnarson. Valdimar viðurkennir að hann sé spenntur fyrir því að fara til Svíþjóðar. „Ég var eiginlega búinn að gefa atvinnumennskuna frá mér en þetta gæti verið góður kostur. Það er mikill metnaður í liðinu og Malmö er góður staður sem hentar vel fyrir fjölskylduna," segir Valdimar, en hann fór á sína fyrstu æfingu með Fram í gærkvöldi. Hver veit nema sú æfing verði hans eina með liðinu. Olís-deild karla Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
Handknattleiksmaðurinn Valdimar Þórsson, sem gekk í raðir Fram í lok síðasta mánaðar, gæti verið á förum til sænska úrvalsdeildarliðsins HK Malmö. Sænskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að samningur við leikmanninn væru nánast frágenginn og að aðeins formsatriði yrði að fá undirskrift. Valdimar sagði við Fréttablaðið í gær að sá fréttaflutningur væri ekki réttur, þó svo að hann hefði rætt við Malmö og litist vel á það sem félagið hefði að bjóða. Fyrst af öllu þarf Malmö hins vegar að ná samkomulagi við Fram um kaupverð á Valdimari. „Þetta er fjarri því að vera klappað og klárt en við erum í viðræðum við félagið," segir Jón Eggert Hallsson, formaður handknattleiksdeildar Fram. „Við stöndum ekki í vegi fyrir leikmönnum okkar að fara út en að sjálfsögðu viljum við ekki missa Valdimar. Við erum að reyna að búa til alvöru lið og viljum halda okkar bestu mönnum," bætti Jón Eggert við. Í nýundirrituðum samning Valdimars og Fram er kveðið á um ákveðna upphæð sem þarf til að losa leikmanninn frá samningnum. „Miðað við þann tíma sem ég hef verið hjá liðinu er hægt að segja að þetta verði ágætis ávöxtun fyrir Framara," segir Valdimar. Malmö vann sér sæti í úrvalsdeildinni fyrir þessa leiktíð og ætlar sér stóra hluti á næstu árum. Fyrrum landsliðsmaður Svía, Per Carlén, þjálfar liðið og hefur þegar fengið til sín nokkra öfluga leikmenn, þar á meðal íslenska varnartröllið Guðlaug Arnarson. Valdimar viðurkennir að hann sé spenntur fyrir því að fara til Svíþjóðar. „Ég var eiginlega búinn að gefa atvinnumennskuna frá mér en þetta gæti verið góður kostur. Það er mikill metnaður í liðinu og Malmö er góður staður sem hentar vel fyrir fjölskylduna," segir Valdimar, en hann fór á sína fyrstu æfingu með Fram í gærkvöldi. Hver veit nema sú æfing verði hans eina með liðinu.
Olís-deild karla Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira