Grillveisla í Mat og lífsstíl í kvöld 5. júlí 2007 07:45 Jón Arnar og Ingibjörg bjóða til grillveislu með marineruðum kjúklingi sem þarf bara að standa í um klukkustund. Athafnahjónin Jón Arnar Guðbrandsson og Ingibjörg Þorvaldsdóttir bjóða til grillveislu í þætti Völu Matt, Matur og lífsstíll, í kvöld. „Þetta var allt ofsalega fljótlegt og einfalt en alveg súpergott,“ sagði Vala hrifin. „Jón Arnar og Ingibjörg marinera kjúkling sem þau setja síðan á grillið. Snilldin hjá þeim er sú að marineringin tekur ekki nema klukkutíma, bara svona rétt á meðan verið er að undirbúa matarveisluna,“ sagði Vala. „Þau eru líka með grillaðar kartöflur sem voru algjört sælgæti og mjög einfalt að gera. Síðan bjó Jón Arnar til grillsósu til að hella yfir kjúklinginn. Hún var alveg ofboðslega fljótleg og ótrúlega góð,“ bætti Vala við. Mangóið skorið í þunnar sneiðar. Sojasósu, ólífuolíu, agave-sírópi og hunangi blandað saman. Mangó lagt á kjúklingabitana og blöndu hellt yfir. Marinerað í um klukkutíma. Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið
Athafnahjónin Jón Arnar Guðbrandsson og Ingibjörg Þorvaldsdóttir bjóða til grillveislu í þætti Völu Matt, Matur og lífsstíll, í kvöld. „Þetta var allt ofsalega fljótlegt og einfalt en alveg súpergott,“ sagði Vala hrifin. „Jón Arnar og Ingibjörg marinera kjúkling sem þau setja síðan á grillið. Snilldin hjá þeim er sú að marineringin tekur ekki nema klukkutíma, bara svona rétt á meðan verið er að undirbúa matarveisluna,“ sagði Vala. „Þau eru líka með grillaðar kartöflur sem voru algjört sælgæti og mjög einfalt að gera. Síðan bjó Jón Arnar til grillsósu til að hella yfir kjúklinginn. Hún var alveg ofboðslega fljótleg og ótrúlega góð,“ bætti Vala við. Mangóið skorið í þunnar sneiðar. Sojasósu, ólífuolíu, agave-sírópi og hunangi blandað saman. Mangó lagt á kjúklingabitana og blöndu hellt yfir. Marinerað í um klukkutíma.
Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið