Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, var skráð á First North Iceland-hlutabréfalistann í Kauphöll Íslands klukkan 10 í morgun. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, og Logan W. Kruger, forstjóri Century Aluminum, héldu stutta tölu og lýstu yfir ánægju með samstarfið. Að því loknu hringdu þeir bjöllu Kauphallarinnar ásamt Björgvini Sigurðssyni, viðskiptaráðherra, og opnuðu fyrir viðskipti dagsins.
Century Aluminum er skráð á bandaríska Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn og er fyrsta skráða fyrirtækið í Bandaríkjunum til að fá skráningu hér á landi.Century Aluminum skráð í Kauphöllina
