Framleiða undraefni úr þorski 28. mars 2007 04:30 Jón Bragi Bjarnason. Líftæknifyrirtækið Zymetech hefur búið til krem og lyf úr ensímum í þorski. Lyfið hefur marga eiginleika en nýjustu rannsóknir benda til að það geti læknað fuglaflensu. MYND/GVA Líftæknifyrirtækið Zymetech hefur þróað krem og snyrtivörur úr ensímum þorska. Kremið hefur nýst mjög vel við bólgum hvers konar og nú er verið að leita samninga við lyfjaframleiðendur um framleiðslu á ensíminu í lyfjum auk þess sem horft er til lækningamáttar þess en talið er að það geti læknað flensu af hvaða tagi sem er. Jón Bragi Bjarnason, forstjóri Zymetech, segir um tvennt að ræða. Í fyrsta lagi sé það tæknin sem felst í því að vinna ensímið úr þorskinum og hitt sé vinnslan á ensíminu í snyrtivörur og lyf. Zymetech hefur náð mjög langt með tækni sinni, sem er einkaleyfisvarin í 29 löndum. Þá hafa snyrtivörur þess verið seld víða um heim, þar af undir fjórum vörumerkjum í Frakklandi, að sögn Jóns Braga. „Það hefur komið í ljós að þorskaensímið hefur áhrif á bólgusjúkdóma, húðsjúkdóma og veiru- og bakteríusýkingar. Það vakti til dæmis nokkra athygli í janúar að ensímið dræpi fuglaflensuveiruna,“ segir Jón og bendir á niðurstöður rannsóknar þessa efnis sem gerð var í Lundúnum í Bretlandi. Um þessar mundir er verið að kanna virkni ensímsins á flensu í mönnum. „Næsta skrefið á eftir þessu er að athuga hvernig þorskaensímið virkar á kvefveiruna,“ segir Jón og bætir við að í bígerð sé að búa til hálstöflur og nefúða með lyfinu úr þorskaensímunum. Á fjárfestaþinginu á morgun mun fulltrúi Zymetech kynna áætlun fyrirtækisins um lyfjaþróun og prófanir á að minnsta kosti einu lyfi fyrir yfirborðslæga sjúkdæma. „Við erum í raun búin að þróa lyfin en nú eigum við eftir að þróa klínísku rannsóknirnar sem sanna virkni þeirra. Þegar það er komið þá getum við farið með það til lyfjafyrirtækja og boðið þeim í dansinn,“ segir Jón. Undir smásjánni Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Líftæknifyrirtækið Zymetech hefur þróað krem og snyrtivörur úr ensímum þorska. Kremið hefur nýst mjög vel við bólgum hvers konar og nú er verið að leita samninga við lyfjaframleiðendur um framleiðslu á ensíminu í lyfjum auk þess sem horft er til lækningamáttar þess en talið er að það geti læknað flensu af hvaða tagi sem er. Jón Bragi Bjarnason, forstjóri Zymetech, segir um tvennt að ræða. Í fyrsta lagi sé það tæknin sem felst í því að vinna ensímið úr þorskinum og hitt sé vinnslan á ensíminu í snyrtivörur og lyf. Zymetech hefur náð mjög langt með tækni sinni, sem er einkaleyfisvarin í 29 löndum. Þá hafa snyrtivörur þess verið seld víða um heim, þar af undir fjórum vörumerkjum í Frakklandi, að sögn Jóns Braga. „Það hefur komið í ljós að þorskaensímið hefur áhrif á bólgusjúkdóma, húðsjúkdóma og veiru- og bakteríusýkingar. Það vakti til dæmis nokkra athygli í janúar að ensímið dræpi fuglaflensuveiruna,“ segir Jón og bendir á niðurstöður rannsóknar þessa efnis sem gerð var í Lundúnum í Bretlandi. Um þessar mundir er verið að kanna virkni ensímsins á flensu í mönnum. „Næsta skrefið á eftir þessu er að athuga hvernig þorskaensímið virkar á kvefveiruna,“ segir Jón og bætir við að í bígerð sé að búa til hálstöflur og nefúða með lyfinu úr þorskaensímunum. Á fjárfestaþinginu á morgun mun fulltrúi Zymetech kynna áætlun fyrirtækisins um lyfjaþróun og prófanir á að minnsta kosti einu lyfi fyrir yfirborðslæga sjúkdæma. „Við erum í raun búin að þróa lyfin en nú eigum við eftir að þróa klínísku rannsóknirnar sem sanna virkni þeirra. Þegar það er komið þá getum við farið með það til lyfjafyrirtækja og boðið þeim í dansinn,“ segir Jón.
Undir smásjánni Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira