Hitað upp fyrir NBA-deildina - Miðriðillinn 30. október 2007 17:22 Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen verða væntanlega sterkir með Boston Celtics í vetur. Nordic Photos / Getty Images Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. San Antonio Spurs varð meistari í vor en síðustu ár hafa lið í Vesturdeildinni haft mikla yfirburði yfir liðum í Austurdeildinni. Þennan mun má helst sjá á árangri liðanna í fyrra, reiknað upp eftir riðlunum sem liðin leika í. Smellið á riðlana hér að neðan til að skoða umfjöllun um liðin: Suðvesturriðill: 58% sigurhlutfall (238 unnir leikir - 172 tapaðir) Kyrrahafsriðill: 53,1% (218-192) Miðriðill: 52,4% (215-195)Norðvesturriðill: 46,5% (191-219)Suðausturriðill: 45,8% (188-222)Atlantshafsriðill: 43,9% (180-230) Nú er hins vegar Boston Celtics komið með gríðarlega sterkt lið með tilkomu þeirra Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen. Kannski að Celtics endurlifi gömlu góðu dagana og skili einum titli í hús. Stóru liðin á vesturströndinni vilja kannski hafa eitthvað um það að segja. Lykilmaður Detroit: Chauncey Billups. Miðriðillinn Detroit Pistons Pistons eru ofarlega á flestum listum þegar menn spá fyrir um sigurvegara austurstrandarinnar. Þeir eru með góða blöndu af hæfileikum og reynslu enda hafa þeir tekið þátt í úrslitum austurstrandarinnar síðustu fimm árin og þeir hömpuðu NBA titlinum árið 2004. Reynsluboltarnir Chauncey Billups, Richard Hamilton, Tayshaun Prince og Rasheed Wallace mynda kjarnann í liðu en bekkurinn er fullur af ungum hæfileikamönnum á borð við Jason Maxiell, Jarvis Heyes og nýliðana Rodney Stuckey og Arron Afflao. Lykilmaður Indiana: Jermaine O'Neal Indiana Pacers Pacers munu reyna allt til að snúa lélegu gengi síðustu ára við á þessu tímabili. Það hefur verið mikið kjaftað um að Jermaine O'Neal sé á leið frá félaginu en svo virðist vera sem hann verði um kyrrt. Leikmenn liðsins hafa margir verið í sviðsljósinu fyrir flest annað en frammistöðu sína á vellinum og til dæmis var Shawnie Williams handtekinn í sumar. Indiana byrjuðu ágætlega í fyrra en sigldu í strand þegar möguleikinn á sæti í úrslitakeppninni var í sjónmáli. Aðdáendur liðsins vona þó að nýji þjálfarinn Jim O'Brien nái að rífa liðið upp úr öldudalnum þetta árið. Lykilmaður Chicago: Kirk Hinrich. Chicago Bulls Það breytist allt fyrir Bulls fari svo að Kobe Bryant flytji sig frá Los Angeles til Chicago eins og hann hefur lýst yfir að sé hans vilji. Verði ekkert af komu Kobe er lang líklegast að þeir tapi í síðari umferð úrslitakeppninnar eins og gerðist í fyrra gegn Pistons. Bulls reiða sig mikið á framherjann Luol Deng sem er rísandi stjarna í NBA en vonir eru einnig bundnar við Tyrus Thomas. Þá skiptir miklu fyrir liðið að miðvörðurinn Ben Wallace verði í formi út tímabilið. Þeim sárvantar samt sem áður mann sem skorar inni í teig. Lykilmaður Milwaukee: Michael Redd. Milwaukee Bucks Það gæti brugðið til beggja átta hjá Bucks þetta tímabilið. Margir eru á því að framtíð liðsins og möguleikar þeirra á sæti í úrslitakeppninni velti á frammistöðu kínverska risans, Yi Yanlian. Liðinu hefur einnig tekist að halda fyrri mannskap um borð í skútunni og sýni menn á borð við Bobby Sinmons og Desmond Mason sitt rétta andlit gæti vel farið svo að Bucks láti til sín taka í úrslitakeppninni. Lykilmaður Cleveland: LeBron James. Cleveland Cavaliers Cavs fóru alla leið í úrslitaleikinn á síðasta tímabili en margir eru á því að aldrei hafi lélegara lið komist þangað. Þeir voru heldur ekki mikil fyrirstaða fyrir San Antonio sem rústuðu úrslitakeppninni í fjórum leikjum. Útlitið er ekki sérstaklega bjart hjá Cleveland fyrir þetta tímabil, þeir hafa ekki bætt við sig neinum leikmönnum sem orð er á gerandi og stórstjarnan þeirra LeBron James hefur opinberlega lýst óánægju sinni með þróun mála. NBA Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Sjá meira
Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. San Antonio Spurs varð meistari í vor en síðustu ár hafa lið í Vesturdeildinni haft mikla yfirburði yfir liðum í Austurdeildinni. Þennan mun má helst sjá á árangri liðanna í fyrra, reiknað upp eftir riðlunum sem liðin leika í. Smellið á riðlana hér að neðan til að skoða umfjöllun um liðin: Suðvesturriðill: 58% sigurhlutfall (238 unnir leikir - 172 tapaðir) Kyrrahafsriðill: 53,1% (218-192) Miðriðill: 52,4% (215-195)Norðvesturriðill: 46,5% (191-219)Suðausturriðill: 45,8% (188-222)Atlantshafsriðill: 43,9% (180-230) Nú er hins vegar Boston Celtics komið með gríðarlega sterkt lið með tilkomu þeirra Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen. Kannski að Celtics endurlifi gömlu góðu dagana og skili einum titli í hús. Stóru liðin á vesturströndinni vilja kannski hafa eitthvað um það að segja. Lykilmaður Detroit: Chauncey Billups. Miðriðillinn Detroit Pistons Pistons eru ofarlega á flestum listum þegar menn spá fyrir um sigurvegara austurstrandarinnar. Þeir eru með góða blöndu af hæfileikum og reynslu enda hafa þeir tekið þátt í úrslitum austurstrandarinnar síðustu fimm árin og þeir hömpuðu NBA titlinum árið 2004. Reynsluboltarnir Chauncey Billups, Richard Hamilton, Tayshaun Prince og Rasheed Wallace mynda kjarnann í liðu en bekkurinn er fullur af ungum hæfileikamönnum á borð við Jason Maxiell, Jarvis Heyes og nýliðana Rodney Stuckey og Arron Afflao. Lykilmaður Indiana: Jermaine O'Neal Indiana Pacers Pacers munu reyna allt til að snúa lélegu gengi síðustu ára við á þessu tímabili. Það hefur verið mikið kjaftað um að Jermaine O'Neal sé á leið frá félaginu en svo virðist vera sem hann verði um kyrrt. Leikmenn liðsins hafa margir verið í sviðsljósinu fyrir flest annað en frammistöðu sína á vellinum og til dæmis var Shawnie Williams handtekinn í sumar. Indiana byrjuðu ágætlega í fyrra en sigldu í strand þegar möguleikinn á sæti í úrslitakeppninni var í sjónmáli. Aðdáendur liðsins vona þó að nýji þjálfarinn Jim O'Brien nái að rífa liðið upp úr öldudalnum þetta árið. Lykilmaður Chicago: Kirk Hinrich. Chicago Bulls Það breytist allt fyrir Bulls fari svo að Kobe Bryant flytji sig frá Los Angeles til Chicago eins og hann hefur lýst yfir að sé hans vilji. Verði ekkert af komu Kobe er lang líklegast að þeir tapi í síðari umferð úrslitakeppninnar eins og gerðist í fyrra gegn Pistons. Bulls reiða sig mikið á framherjann Luol Deng sem er rísandi stjarna í NBA en vonir eru einnig bundnar við Tyrus Thomas. Þá skiptir miklu fyrir liðið að miðvörðurinn Ben Wallace verði í formi út tímabilið. Þeim sárvantar samt sem áður mann sem skorar inni í teig. Lykilmaður Milwaukee: Michael Redd. Milwaukee Bucks Það gæti brugðið til beggja átta hjá Bucks þetta tímabilið. Margir eru á því að framtíð liðsins og möguleikar þeirra á sæti í úrslitakeppninni velti á frammistöðu kínverska risans, Yi Yanlian. Liðinu hefur einnig tekist að halda fyrri mannskap um borð í skútunni og sýni menn á borð við Bobby Sinmons og Desmond Mason sitt rétta andlit gæti vel farið svo að Bucks láti til sín taka í úrslitakeppninni. Lykilmaður Cleveland: LeBron James. Cleveland Cavaliers Cavs fóru alla leið í úrslitaleikinn á síðasta tímabili en margir eru á því að aldrei hafi lélegara lið komist þangað. Þeir voru heldur ekki mikil fyrirstaða fyrir San Antonio sem rústuðu úrslitakeppninni í fjórum leikjum. Útlitið er ekki sérstaklega bjart hjá Cleveland fyrir þetta tímabil, þeir hafa ekki bætt við sig neinum leikmönnum sem orð er á gerandi og stórstjarnan þeirra LeBron James hefur opinberlega lýst óánægju sinni með þróun mála.
NBA Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Sjá meira