Fjórði sigurleikur Utah í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. nóvember 2007 09:14 Deron Williams gefur hér boltann framhjá Francisco Garcia, leikmanni Sacramento. Nordic Photos / Getty Images Utah Jazz átti í engum vandræðum með Sacramento Kings í NBA-deildinni í nótt og vann þar með sinn fjórða leik í röð. Sacramento varð reyndar fyrir mikilli blóðtöku er það var ljóst að Brad Miller gæti ekki leikið með liðinu í leiknum. Fyrir vikið hafði Utah mikla yfirburði í leiknum en þökk sé slakri frammistöðu í þriðja leikhluta minnkaði forskot Utah úr 25 stigum í tíu. „Það verður að taka með í reikninginn hvaða mönnum við mættum hér í kvöld," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. „Þrír af þeirra bestu leikmönnum voru ekki með í kvöld og ætla ég því ekkert að hoppa hæð mína í gleði vegna sigursins." Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 32 stig og tók tíu fráköst þar að auki. Andrei Kirilenko var líka mjög öflugur og var ekki langt frá því að ná þrefaldri tvennu. Hann var með fimmtán stig, gaf átta stoðsendingar og tók átta fráköst. „Ég get ekki hælt honum nægilega mikið," sagði Boozer um Kirilenko. „Hann er nálægt því að ná þrefaldri tvennu í hverjum einasta leik." Hjá Sacramento var John Salmons stigahæstur með 22 stig, Kevin Martin bætti við 21 og Francisco Garcia nítján. Ron Artest ætti þó að vera klár í næsta leik hjá Sacramento þar sem hann hefur nú lokið því að afplána sitt sjö leikja bann og þá er von á Mike Bibby heilum á nýjan leik um miðbik desember. Morris Peterson fagnar eftir að hann krækti sér í víti eftir að hafa skorað úr þriggja stiga körfu undir lok leiksins.Nordic Photos / Getty Images Chris Paul hetja Hornets New Orleans Hornets skoruðu sex síðustu stig leiksins gegn New Jersey Nets í æsispennandi leik liðanna í nótt. Á endanum vann New Orleans tveggja stiga sigur, 84-82, eftir að Chris Paul skoraði sigurkörfuna þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. Morris Peterson átti reyndar stóran þátt í sigrinum þar sem hann skoraði úr þriggja stiga körfu þegar mínúta var til leiksloka og fiskaði um leið villu á Jason Collins. Hann hitti úr vítaskotinu og jafnaði þar með leikinn. Paul átti reyndar sinn þátt í þeirri sókn þar sem hann stal boltanum sem gerði Peterson kleift að skora stigin fjögur. Mikið hafði verið gert úr einvígi Chris Paul og Jason Kidd fyrir leikinn og óhætt að segja að Paul hafi staðið uppi sem sigurvegari í þeim skilningi. Paul skoraði 27 stig í leiknum og var stigahæstur leikmanna New Orleans en hann tók einnig sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Jason Kidd skoraði fjórtán stig, gaf tíu stoðsendingar og tók níu fráköst. Richard Jefferson var stigahæstur hjá New Jersey með 32 stig. Vince Carter lék ekki með New Jersey þar sem hann tognaði á ökkla í leiknum gegn Boston á aðfaranótt sunnudags og er óljóst hversu lengi hann verður frá. En ef Paul var hetja leiksins var Nenad Krstic klárlega skúrkurinn. Hann skoraði að vísu tólf stig og tók tíu fráköst sem er langt yfir meðaltali hans. Hann klúðraði hins vegar tveimur vítaköstum þegar 42 sekúndur voru til leiksloka og í kjölfarið brenndi hann af skoti sem gerði New Orleans kleift að taka frumkvæðið í leiknum. JR Smith var gríðarlega öflugur í nótt.Nordic Photos / Getty Images Iverson slátraði Cleveland Stórskytturnar hjá Denver Nuggets stóðu heldur betur undir nafni í nótt er liðið vann 22 stiga sigur á Cleveland, 122-100, í nótt. Allen Iverson skoraði 37 stig í leiknum og Carmelo Anthony bætti við 22 stigum. Það var hins vegar varamaðurinn JR Smith sem var hálfgerður senuþjófur þar sem hann skoraði 29 stig í leiknum. Iverson var sjóðandi heitur í leiknum. Hann var með átján stig í fyrri hálfleik en Denver var með fimmtán stiga forystu í hálfleik. Í þriðja leikhluta skoraði hann ellefu stig á fyrstu sex mínútunum er Denver jók forystu sína í 27 stig. Iverson hitti úr fjórtán af tuttugu skotum sínum í leiknum og bætti við átta stoðsendingum. „Mér fannst eins og að ég væri að kasta steinum í hafið," sagði Iverson. „Það er góð tilfinning þegar maður kemst í slíkan takt." LeBron James átti fínan leik og skoraði 27 stig en í þetta skiptið tókst andstæðingnum að halda aftur af liðsfélögum hans. Hinir fjórir byrjunarliðsmennirnir skoruðu samtals sautján stig og voru langt, langt frá sínu besta. Larry Hughes var með þrjú stig, Drew Gooden fimm og Zydrunas Ilgauskas ekki nema tvö stig. Ira Newble komst reyndar ágætlega frá sínu og skoraði sautján stig og tók átta fráköst. NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Sjá meira
Utah Jazz átti í engum vandræðum með Sacramento Kings í NBA-deildinni í nótt og vann þar með sinn fjórða leik í röð. Sacramento varð reyndar fyrir mikilli blóðtöku er það var ljóst að Brad Miller gæti ekki leikið með liðinu í leiknum. Fyrir vikið hafði Utah mikla yfirburði í leiknum en þökk sé slakri frammistöðu í þriðja leikhluta minnkaði forskot Utah úr 25 stigum í tíu. „Það verður að taka með í reikninginn hvaða mönnum við mættum hér í kvöld," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. „Þrír af þeirra bestu leikmönnum voru ekki með í kvöld og ætla ég því ekkert að hoppa hæð mína í gleði vegna sigursins." Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 32 stig og tók tíu fráköst þar að auki. Andrei Kirilenko var líka mjög öflugur og var ekki langt frá því að ná þrefaldri tvennu. Hann var með fimmtán stig, gaf átta stoðsendingar og tók átta fráköst. „Ég get ekki hælt honum nægilega mikið," sagði Boozer um Kirilenko. „Hann er nálægt því að ná þrefaldri tvennu í hverjum einasta leik." Hjá Sacramento var John Salmons stigahæstur með 22 stig, Kevin Martin bætti við 21 og Francisco Garcia nítján. Ron Artest ætti þó að vera klár í næsta leik hjá Sacramento þar sem hann hefur nú lokið því að afplána sitt sjö leikja bann og þá er von á Mike Bibby heilum á nýjan leik um miðbik desember. Morris Peterson fagnar eftir að hann krækti sér í víti eftir að hafa skorað úr þriggja stiga körfu undir lok leiksins.Nordic Photos / Getty Images Chris Paul hetja Hornets New Orleans Hornets skoruðu sex síðustu stig leiksins gegn New Jersey Nets í æsispennandi leik liðanna í nótt. Á endanum vann New Orleans tveggja stiga sigur, 84-82, eftir að Chris Paul skoraði sigurkörfuna þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. Morris Peterson átti reyndar stóran þátt í sigrinum þar sem hann skoraði úr þriggja stiga körfu þegar mínúta var til leiksloka og fiskaði um leið villu á Jason Collins. Hann hitti úr vítaskotinu og jafnaði þar með leikinn. Paul átti reyndar sinn þátt í þeirri sókn þar sem hann stal boltanum sem gerði Peterson kleift að skora stigin fjögur. Mikið hafði verið gert úr einvígi Chris Paul og Jason Kidd fyrir leikinn og óhætt að segja að Paul hafi staðið uppi sem sigurvegari í þeim skilningi. Paul skoraði 27 stig í leiknum og var stigahæstur leikmanna New Orleans en hann tók einnig sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Jason Kidd skoraði fjórtán stig, gaf tíu stoðsendingar og tók níu fráköst. Richard Jefferson var stigahæstur hjá New Jersey með 32 stig. Vince Carter lék ekki með New Jersey þar sem hann tognaði á ökkla í leiknum gegn Boston á aðfaranótt sunnudags og er óljóst hversu lengi hann verður frá. En ef Paul var hetja leiksins var Nenad Krstic klárlega skúrkurinn. Hann skoraði að vísu tólf stig og tók tíu fráköst sem er langt yfir meðaltali hans. Hann klúðraði hins vegar tveimur vítaköstum þegar 42 sekúndur voru til leiksloka og í kjölfarið brenndi hann af skoti sem gerði New Orleans kleift að taka frumkvæðið í leiknum. JR Smith var gríðarlega öflugur í nótt.Nordic Photos / Getty Images Iverson slátraði Cleveland Stórskytturnar hjá Denver Nuggets stóðu heldur betur undir nafni í nótt er liðið vann 22 stiga sigur á Cleveland, 122-100, í nótt. Allen Iverson skoraði 37 stig í leiknum og Carmelo Anthony bætti við 22 stigum. Það var hins vegar varamaðurinn JR Smith sem var hálfgerður senuþjófur þar sem hann skoraði 29 stig í leiknum. Iverson var sjóðandi heitur í leiknum. Hann var með átján stig í fyrri hálfleik en Denver var með fimmtán stiga forystu í hálfleik. Í þriðja leikhluta skoraði hann ellefu stig á fyrstu sex mínútunum er Denver jók forystu sína í 27 stig. Iverson hitti úr fjórtán af tuttugu skotum sínum í leiknum og bætti við átta stoðsendingum. „Mér fannst eins og að ég væri að kasta steinum í hafið," sagði Iverson. „Það er góð tilfinning þegar maður kemst í slíkan takt." LeBron James átti fínan leik og skoraði 27 stig en í þetta skiptið tókst andstæðingnum að halda aftur af liðsfélögum hans. Hinir fjórir byrjunarliðsmennirnir skoruðu samtals sautján stig og voru langt, langt frá sínu besta. Larry Hughes var með þrjú stig, Drew Gooden fimm og Zydrunas Ilgauskas ekki nema tvö stig. Ira Newble komst reyndar ágætlega frá sínu og skoraði sautján stig og tók átta fráköst.
NBA Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Fleiri fréttir Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Sjá meira