Umhverfisstjórnun fær ISO-vottun hjá Actavis 14. febrúar 2007 00:01 Frá ISO 14001 vottuninni Leó Sigurðsson, deildarstjóri öryggis- og umhverfiseftirlits Actavis á Íslandi, Jón Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri Actavis á Íslandi, Róbert Wessman forstjóri, Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og Hákon Jóhannesson, fulltrúi SGS á Íslandi. MYND/GVA Actavis á Íslandi hefur fengið afhent viðurkenningarskjal til staðfestingar á ISO 14001 vottun umhverfisstjórnunarkerfis fyrirtækisins. Jón Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri Actavis á Íslandi, segir fyrirtækið hafa einsett sér að vera í fararbroddi í umhverfis- og öryggismálum. Skjalið var afhent með viðhöfn í síðustu viku, en umhverfisstjórnunarkerfið hefur þegar verið innleitt eftir eins árs innleiðingarferli. Actavis er áttunda fyrirtækið hér sem fær ISO 14001 vottun. Ráðgjafarfyrirtækið SGS (Société Générale de Surveillance) United Kingdom Ltd. gerði úttekt á umhverfisstjórnunarkerfinu. „ISO 14001 er alþjóðlegur staðall þar sem tilgreindar eru kröfur sem gera eiga fyrirtækjum kleift að þróa og innleiða stefnu og markmið í umhverfismálum með hliðsjón af umhverfisþáttum, lagalegum kröfum svo og öðrum þeim kröfum sem við kunna að eiga. Þegar fyrirtækin hafa uppfyllt öll skilyrði staðalsins er hægt að öðlast vottun óháðs aðila á umhverfisstjórnunarkerfinu í samræmi við kröfur ISO 14001,“ segir í tilkynningu. Merki ISO vottunarinnar Í tilefni áfangans hjá Actavis var Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra og Lúðvík Geirssyni, bæjarstjóra í Hafnarfirði, boðið í formlega heimsókn til Actavis og þeim kynnt starfsemi fyrirtækisins. Í lok heimsóknarinnar var svo viðurkenningarskjalið afhent. „Við erum afar stolt af því að vera fyrirtæki sem kemur fram á ábyrgan hátt gagnvart umhverfinu,“ er haft eftir Jóni Gunnari. „Við teljum að ávinningur umhverfisstjórnunar sé mikill og muni koma fram í aukinni hagkvæmni, betri stjórn á umhverfisþáttum og áhættu í rekstri samfara jákvæðari ímynd og meiri samkeppnishæfni.“ Héðan og þaðan Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira
Actavis á Íslandi hefur fengið afhent viðurkenningarskjal til staðfestingar á ISO 14001 vottun umhverfisstjórnunarkerfis fyrirtækisins. Jón Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri Actavis á Íslandi, segir fyrirtækið hafa einsett sér að vera í fararbroddi í umhverfis- og öryggismálum. Skjalið var afhent með viðhöfn í síðustu viku, en umhverfisstjórnunarkerfið hefur þegar verið innleitt eftir eins árs innleiðingarferli. Actavis er áttunda fyrirtækið hér sem fær ISO 14001 vottun. Ráðgjafarfyrirtækið SGS (Société Générale de Surveillance) United Kingdom Ltd. gerði úttekt á umhverfisstjórnunarkerfinu. „ISO 14001 er alþjóðlegur staðall þar sem tilgreindar eru kröfur sem gera eiga fyrirtækjum kleift að þróa og innleiða stefnu og markmið í umhverfismálum með hliðsjón af umhverfisþáttum, lagalegum kröfum svo og öðrum þeim kröfum sem við kunna að eiga. Þegar fyrirtækin hafa uppfyllt öll skilyrði staðalsins er hægt að öðlast vottun óháðs aðila á umhverfisstjórnunarkerfinu í samræmi við kröfur ISO 14001,“ segir í tilkynningu. Merki ISO vottunarinnar Í tilefni áfangans hjá Actavis var Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra og Lúðvík Geirssyni, bæjarstjóra í Hafnarfirði, boðið í formlega heimsókn til Actavis og þeim kynnt starfsemi fyrirtækisins. Í lok heimsóknarinnar var svo viðurkenningarskjalið afhent. „Við erum afar stolt af því að vera fyrirtæki sem kemur fram á ábyrgan hátt gagnvart umhverfinu,“ er haft eftir Jóni Gunnari. „Við teljum að ávinningur umhverfisstjórnunar sé mikill og muni koma fram í aukinni hagkvæmni, betri stjórn á umhverfisþáttum og áhættu í rekstri samfara jákvæðari ímynd og meiri samkeppnishæfni.“
Héðan og þaðan Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira